Herravörur - The Single Edge PRO Rakvélin frá Supply
Herravörur - The Single Edge PRO Rakvélin frá Supply
Herravörur - The Single Edge PRO Rakvélin frá Supply
Herravörur - The Single Edge PRO Rakvélin frá Supply
Herravörur - The Single Edge PRO Rakvélin frá Supply
Herravörur - The Single Edge PRO Rakvélin frá Supply
Herravörur - The Single Edge PRO Rakvélin frá Supply
Herravörur - The Single Edge PRO Rakvélin frá Supply
Herravörur - The Single Edge PRO Rakvélin frá Supply
Herravörur - The Single Edge PRO Rakvélin frá Supply
Herravörur - The Single Edge PRO Rakvélin frá Supply
Herravörur - The Single Edge PRO Rakvélin frá Supply

The Single Edge PRO Rakvélin frá Supply

Verð 18.990 kr
Einingarverð  á 

Ertu Pro?, þú átt skilið alvöru öryggisrakvél sem passar við þína hæfileika.
Single Edge Pro rakvélin er akkurat sú rakvél.

Single Edge Pro setur óviðjafnanlega stillimöguleika í þínar hendur. Stilliskífan á rakvélinni gerir þér kleift að stilla áreynslulaust á milli 6 aðalstillinga og 30 fínstillinga með þumalfingri. Það er innan við 1 mm af aðlögun, sem gerir þér kleift að raka stutta brodda eða raka þykkt krullað skegg með þeirri nákvæmni sem þú hefur beðið eftir.

Fáanleg í tveim litum

Algengar spurningar

Hvað gerir stilliskífan?
Hugsaðu um þetta eins og rafmagnsklippurnar á rakarastofunni þinni - að breyta blaðstillingunni breytir því hversu nálægt þú rakar. Mismunandi stillingar breyta í raun hversu mikið af blaðinu er sýnilegt, sem breytir þéttleika rakstursins. Stilliskífa rakvélarinar gerir þér kleift að stilla áreynslulaust á milli 0,7 mm - 6 aðalstillingar og 30 fínstillingar - með þumalfingri.

Afhverju ál?
Rakvélarnar frá Supply eru hannaðar úr steyptu sink áli og húðaðar með PVD krómi í geymferðaflokki. Þegar gefur tækifæri til að bjóða upp á missmunandi áferðir á Single Edge rakvélinni.

Hvaða rakvélablöð er hægt að nota?
The Single Edge notar "injector" tegund af rakvélarblöðum. Þau eru ekki sérstaklega hönnuð af Supply og hafa verið framleidd í yfir 100 ár

Hvað gerir þessi rakvélablöð svona frábær? 

Þau eru 2x þykkari en hefðbundin rakvélarblöð sem gefur þeim kost á að veita skertari og hreinni rakstur. Skemmtileg staðreynd: Injector rakvélarblöðin voru upphaflega hönnuð af Schick í kringum1900. Þau fengu fljótt sterka fylgjendur sem öryggari valkostur hinna tveggja blaða Gillette rakvéla.

Hversu lengi endast þau?

Flestir skipta út rakvélarblöðunum á missmunandi tímum vegna þess að húð, hár og kröfur hvers og eins eru missmunandi. Að því sögðu þá eru flestir að fá auðveldlega 8-10 rakstrar út úr hverju blaði. Einn pakki með átta blöðum getur því endst þér í um þrjá mánuði ef þú rakar þig 5-6 sinnum í viku.

Hvar get ég keypt þau?

Við seljum Black Label rakvélablöðin sem Supply hefur valið sem besta valkostinn fyrir þessa rakvél. Annars getur þú fundið aðrar gerðir hjá öðrum söluaðilum.

Leiðbeiningar

1. Single Edge Pro gefur þér möguleika á að stilla á milli 6 aðalstillinga og 30 fínstillinga. Stillingarnar virka eins og rakvélaklippur rakarans þíns. Breyttu stillingunni í hversu nálægt þú vilt raka þig. Ef þú ert með viðkvæma húð, eða ert að raka þig á hverjum morgni, byrjaðu þá á stillingu 1. Ef andlit þitt er úr leðri og skegghárið þitt er eins og stálull, ættir þú að byrja á 4. Gerðu tilraunir með stillingarnar - við vitum að þú finnur fullkomna raksturinn þinn einhvers staðar á skífunni.

2. Settu lykilinn úr rakvélapakkanum inn í hausinn á Single Edge rakvélinni og ýttu sleðanum í átt að rakvélinni til að setja rakvélarblað í vélina. 

3. Að nota réttan halla er mjög mikilvægt til að fá þægilegan og þéttan rakstur með Single Edge rakvélinni. Hallinn ætti að vera í kringum 10-15 gráður frá húðinni. Auðveldasta leiðin til að finna þinn halla er að byrja á að leggja hausinn á rakvélinni flatan á kinnina þannig að rakvélarblaðið snúi í átt að jörðinni. 

4. Taktu nokkrar stuttar og léttar strokur niður á við með hausinn á rakvélinni við húðina. Byrjaðu svo að breyta hallanum niður á við og rólega leyfa rakvélarblaðinu að komast í snertingu við húðina þangað til rakvélin byrjar að raka hárin.

5. Núna hefur þú fundinn þann halla sem hentar þér. 

Vertu viss um að nota ríka og verndandi rakstursápu til að vernda húðina fyrir þessu beitta blaði og enda raksturinn á vönduðu og róandi after shave.

Hvað fylgir með

Single Edge Pro: Hönnuð til að gefa þér sérsniðinn eins blaða raksturi. Gert fyrir blautrakstursmanninn sem er tilbúinn að stilla raksturinn eftir þörfum.
Hentar öllum húðgerðum. Fáanlegt í tveimur litar áferðum.

Rakstilliskífa: Innbyggt í höfuðið á þessari rakvél eru allar þær stillingar sem þú hefur viljað fá frá öryggisrakvél, en ekki getað fengið hingað til. Rakstilliskífan gerir þér kleift að stilla áreynslulaust á milli 6 aðalstillinga og 30 fínstillinga með þumalfingri. Gerir þér kleift að tækla stuttu broddana eða þykkt krullað skegg með þeirri nákvæmni sem þú hefur beðið eftir.

Black Label Blade Pack: Inniheldur 8 ofurbreitt rakvélarblöð sem auðvelt er að hlaða í Single Edge rakvélina á öruggan máta. Hver pakki inniheldur um það bil 90 daga skammt miðað við 8-10 rakstra per blað.


Customer Reviews

No reviews yet
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)