3 svæði sem þú ert líklega að vanrækja


Herravörur - Grein um 3 svæði sem þú ert líklega að vanrækja

Flestir karlmenn þekkja grunnatriðin þegar kemur að snyrtingu - að fara í sturtu, raka sig og nota svitalyktareyði. En það eru nokkur önnur svæði sem þú gætir verið að vanrækja án þess að gera þér grein fyrir því - augabrúnirnar þínar, hálsinn og hendurnar.

Vanræksla á þessum svæðum getur valdið því að þú lítur út fyrir að vera eldri en þú ert og illa við haldið. Svo við skulum laga það strax.

Í þessari færslu munum við skoða þessi þrjú algengu snyrtisvæði og bjóða upp á lausnir til að hjálpa þér að komast aftur á réttan kjöl.

Augabrúnir

Byrjum á toppnum. Hjá flestum körlum er það líklega ekki ofarlega á forgangslistanum að snyrta augabrúnir sínar og hugsanlega eitthvað sem þeir forðast eins og heitann eldinn. Hins vegar getur það skipt miklu fyrir heildarútlitið að hafa augabrúnirnar snyrtilegar og vel til hafðar.

Markmiðið er ekki að gera stórar breytingar á útlitinu þínu, heldur að viðhalda núverandi augabrúnaformi svo þær séu hreinar og samhverfar.

Hvernig á að snyrta augabrúnir

Að snyrta augabrúnirnar þínar er tiltölulega einfalt og ætti ekki að taka meira en nokkrar mínútur á dag.

  1. Byrjaðu á einni brún í einu, greiddu hana í þá átt sem hún vex náttúrulega.

  2. Notaðu flísatöng til að plokka vandlega þau hár sem standa út úr og er ekki í takt við afganginn af augabrúninni þinni og byrjaðu neðan frá. Forðastu að plokka of mikið - við erum að leita að samhverfu, ekki þynningu.

  3. Notaðu litla skæri til að klippa sítt eða úfið hár. Aftur, passaðu þig á að ofgera þér ekki - þú vilt ekki enda með ofurstuttar augabrúnir!

  4. Endurtaktu skrefin hér að ofan á hinni brúninni.

  5. Notaðu flísatöng til að plokka viðbótar hár á milli augabrúnanna. Engin unibrow hér nema það sé lúkkið sem þú ætlar að keyra á.

Hvað á að forðast þegar þú snyrtir augabrúnir

Það er auðvelt að ofgera sérþegar þú byrjar að plokka þessi hár svo forðastu þessar einföldu mistök:

  1. Forðastu þá freistingu þinna of mikið. Ofplokkun getur skapað óeðlilegt útlit og sköllótta bletti. Og augabrúnahár vex mjög hægt aftur. Taktu skref til baka á nokkurra plokka fresti til að tryggja að þú farir ekki yfir of langt.

  2. Ekki byrja að plokka efst á brúninni. Byrjaðu neðst á brúninni til að halda náttúrulega forminu þínu. Ef þörf krefur, notaðu litlil skæri til að klippa toppinn á augabrúninni til að halda náttúrulega forminu þínu.

  3. Ekki raka augabrúnirnar. Hárið þitt mun vaxa aftur eftir nokkra daga, hugsanlega grófara. Haltu þig bara við að plokka.

  4. Láttu þessi gráu hár í friði. Það er ef þau eru í samræmi við náttúrulega augabrúnaformið þitt. Að plokka þessi gráu hár gæti skilið þig eftir með skalla bletti.

Þetta er allt sem þarf til! Með smá vinnu geturðu haldið augabrúnunum þínum skörpum og vel snyrtum.

Háls

Rétt eins og með augabrúnir þá er annað svæði sem gleymist að setja fókus á og það er hálsinn. Allir sem hafa einhvern tíma séð snyrtivöruauglýsingu fyrir karlmenn vita hversu mikilvægt hálssvæðið er. En því miður veita fáir karlmenn  hálsinum sömu athygli og þeir veita andlitinu.

Þar af leiðandi getur hálsinn oft verið einn fyrsti staðurinn sem sýnir merki um öldrun.

Orsakir öldrunar háls

Þar sem húðin á hálsinum er þynnri en á andlitinu er hún viðkvæmari fyrir skemmdum frá sólinni, mengun og öðrum umhverfisþáttum.

Að auki er hálsinn ekki með eins marga olíukirtla og andlitið, svo hann er ekki eins vel varinn gegn þurrki og ertingu. Það er heldur ekki svæði sem þú raka mjög oft.

Að lokum eru vöðvarnir í hálsinum stöðugt í notkun sem getur leitt til spennu og hrukka. Að horfa stöðugt niður á símann þinn, til dæmis, getur leitt til hrukka og lausrar húðar.

Seinka öldrun hálssins

Með því að gefa þessum fyrstu einkennum öldrunar á hálsi gaum geturðu gert ráðstafanir til að seinka þeim og halda hálsinum yngri lengur. Ef þú hefur:

  • Sýnnilegt tap á formi kjálkalínunar. Þetta getur stafað af uppsöfnun fituútfellinga undir húðinni, sem leiðir til „tvíhöku“áhrifa. Til að berjast gegn þessu skaltu framkvæma hálsæfingar til að styrkja vöðvana á þessu svæði og bera á sig stinnandi krem.

  • Hrukkur og krumpur. Þetta eru sambland af sólskemmdum og náttúrulegu missi húðarinnar á mýkt þegar þú eldist. Til að koma í veg fyrir frekari skemmdir skaltu nota rakakrem fyrir öldrun fyrir svefn eins og Revitalizing Anti-Aging frá Brickell. Það er sérstaklega hannað til að fjarlægja hrukkur yfir nótt.

  • Laus húð. Þegar þú eldist byrjar kollagenið og elastínið í hálsinum að minnka sem leiðir til lausrar húðar og hrukka. Þyngdarafl gegnir einnig hlutverki við að draga húðina niður með tímanum. Til að stinna upp og koma í veg fyrir lausa húð, notaðu stinnandi krem eða serum sem inniheldur kollagenhvetjandi efni eins og hýalúrónsýru eins og Repairing Night Serumið frá Brickell.

Ekki láta hálsinn vera aukaatriði. Með smá fyrirhöfn geturðu seinkað öldrunarferlinu og haldið hálsinum unglegri út um ókomin ár.

Hendur

Og að lokum eru hendurnar alveg jafn mikilvægar og augabrúnirnar og hálsinn. Rétt eins og andlitið er oft einn af fyrstu stöðum þar sem öldrunarmerki birtast, geta hendurnar einnig gefið upp aldur einstaklings. Hjá körlum getur þetta komið fram sem grófar hendur og aldursblettir.

Orsakir öldrunar handa

Þó að þetta sé eðlilegur hluti af öldrun, þá eru nokkur atriði sem þú getur gert til að hægja á ferlinu til að halda höndum þínum ungum og heilbrigðum.

  • Aldursblettir. Af völdum uppsöfnunar litarefnis vegna skemmda eins og sólar, aukast þessir blettir með aldrinum. Til að lýsa eða fjarlægja aldursbletti geturðu leitað til húðsjúkdómalæknis fyrir húðmeðferðir eins og laserfjarlægingu eða notað handkrem við aldursblettum.

  • Grófleiki. Þegar þú eldist mynda olíukirtlarnir í húðinni minni fitu sem getur leitt til þurra og grófara handa. Notaðu daglega sólarvörn með SPF að minnsta kosti 30 til að vernda hendurnar gegn skaðlegum UV geislum ef þú ert mikið í sólinni. Fylgdu því eftir með handkremi eins og Maximum Hydration Hand Cream okkar.

Koma í veg fyrir öldrun handa

Til að koma í veg fyrir ótímabæra öldrun handana eða frekari öldrun handa er mikilvægt að halda sig við reglubundna umhirðu:

  • Notaðu sólarvörn. Berðu á þig sólarvörn daglega með SPF að minnsta kosti 30 til að vernda hendurnar ef þú ert mikið úti.

  • Gefðu raka. Hafðu flösku af handkremi nálægt þér til að minna þig á að raka reglulega, sérstaklega eftir að hafa þvegið hendurnar.

  • Forðastu sterk efni. Notaðu hanska þegar þú meðhöndlar hugsanlega sterk efni, fylgt eftir með því að raka hendurnar.

Hendur þínar ganga í gegnum mikið en með smá fyrirhöfn geturðu haldið höndum þínum ungum og heilbrigðum.

Aðalatriðið

Með því að bæta við nokkrum mínútum til viðbótar til að bæta umhirðurrútínuna þína, geturðu vakið mikla athygli hjá þeim sem eru í kringum þig. Með því að einbeita þér að augabrúnum þínum, hálsi og höndum verður þú flottur frá toppi til táar á skömmum tíma.


Skilja eftir athugasemd


Vinsamlegast athugið að athugasemdir fara í gegnum samþykktarferli áður en þær birtast á síðunni.