10 Slæmar snyrtivenjur sem karlmenn ættu að forðast!


Herra vörur - 10 Slæmar snyrtivenjur

10 Slæmar Snyrtivenjur Sem
Karlmenn Ættu Að Forðast!

Venjur skipta máli. Jafnvel þær litlu. Nota tannþráð, Hreyfa sig og Borða rétt.

Að halda sig við litlar og góðar daglegar venjur skilar okkur stórum árangri.
Og ef þú sleppir þessum litlu smáatriðum fara hlutirnir fljótt 
á verri veg.

Vertu nú heiðarlegur - hefur tannlæknirinn þinn spurt þig „svo hversu oft notar þú tannþráðinn?“ - og þú vissir að þú værir ekki að standa þig?

Sama má segja um húð- og umhirðuvenjurnar þínar. Verra er að þú gætir nú þegar hafa þróað með þér slæmar venjur án þess að vita það.

Hér eru 10 algengustu mistökin sem karlmenn gera þegar kemur að þeirra umhirðu og hvernig má forðast þau til að ná varanlegum árangri.

 

1. Þvo sér ekki með gæða hreinsivörum 

Þú ættir að forðast að þvo hendurnar, andlitið eða eitthvað annað, með ódýri, óvandaðri sápu. Þetta eru algeng mistök sem gaurar gera - þegar öllu er á botninn hvolft er auðvelt að velja ódýrasta kostinn í versluninni. Og það kann að virðast eins og þetta sé meira og minna sama efni.

En það er ekki rétt!
Sápustykki eru almennt of sterkar fyrir húðina. Notuð eru sterk hreinsiefni sem fjarlægja mikilvægar rakagefandi olíur úr húðinni Þó þær útrýma bakteríum, óhreinindum og fitu líka, þá nota þær útrýmingar aðferð sem er síður en svo æskileg. Einnig eru notuð í þær hráefni sem eru slæm fyrir húðina, eins og:

Emulsifiers: Ætlað til þess að mynda grunninn í sápustykkinu og blandar saman efnum eins og pólýsorbat, sterat, steareth, cetearyl og ceteareth (reyndu að segðu þetta þrisvar!) og skilur eftir sig leifar á húðinni sem geta truflað náttúrulegar varnir húðarinar og þurrkað hana upp.

Paraben: Þessum efnum er ætlað að hámarka geymsluþol sápunar með því að takmarka myglu og bakteríur í sápunni. Vandamálið er að efnið getur sett hormónana þína úr jafnvægi - sumar rannsóknir benda jafnvel til þess að efnin geti valdið krabbameini. Ekkert sérlega gott!

Gervi lykt og litir: Margir gervi ilmar og litir eru þekktir krabbameinsvaldar ásamt því að vera ertandandi fyrir húðina. Þar sem þetta eru oft talin vera viðskiptaleyndarmál þurfa fyrirtæki ekki að upplýsa nákvæmlega um innihaldsefni sem þau nota og því getur þetta leynst á mörgum stöðum.

Þessi innihaldsefni eru svo skaðleg að Evrópusambandið (ESB) hefur bannað yfir 1.300 þeirra í snyrtivörum (þó að í Bandaríkjunum sé FDA eftir á með aðeins 11 bönnuð innihaldsefni).

Viltu vita betur hvað þú notar á húðina? Góður! Lestu merkimiðana á vörunum þínum og skiptu út vörur sem innihalda þessi efni með betri, öruggari og náttúrulegri valkosti eins og Clarifying Gel andlithreinsinum frá Brickell sem byggður er upp með kókós grunni og laus allra skaðlegra efna.

 

Herra vörur - Brickell Invigorating Body Wash for Men


2. Fara að sofa með fitugt og skítugt andlit

Það er auðvelt að halda að þetta skiptir engu máli - Þú gleymdir að þvo þér í framan eða skolar það bara í sturtunni eða kannski bara "þegar þú mannst eftir því næst". En að þvo andlitið á kvöldin er í raun mjög mikilvægt.
Húðin á andlitinu á þér framleiðir fituefni eða olíu sem blandast saman við óhreinindi, svita og annað sem við verðum fyrir í umhverfinu á hverjum degi. Ef þú þrýfur þetta ekki af á kvöldin, þá smýgur þetta inn í svitaholurnar og úr því verða fílapenslar og bólur. Yfir lengri tíma getur þetta endað sem alvarlegur acne (bólu) sjúkdómur.

Skítug rúmföt eða koddaver er einnig gróðarstía bóluvaldandi baktería. Ef þú ert með þann leti vana að skipta næstum aldrei um rúmföt þá er kominn tími til að taka sig á. Vandamálið er að bakteríur, sviti og olía færist af andlitinu og húðinni á þér yfir í rúmfötin og koddaverið á meðan þú sefur. Ef þær fá að vera í friði þá líður bakteríunum mjög vel í þessu umhverfi. Næst þegar þú leggst niður þá flyst þessi flóra af bakteríum yfir á húðina á þér og veldur þér vandræðum.
Kjarni málsins? Þvoðu andlitið á þér daglega. Ef þú veist að þú ert með fitugt eða gjarn á að fá bólur, prófaðu þá Acne Control Face wash með 2% salicylic acid, greipaldin og te tré olíu.

 

Herra vörur - Brickell Acne Controlling Face Wash for Men

 

3. Sleppa Sólarvörninni

Staðreynd: að minnsta kosti 80% af sýnilegum merkjum öldrunar og skemmda á húðinni eru vegna UV geysla og umhverfis áhrifa. Það þýðir að 80% af þessum fínu línum, hrukkum, sólarblettum og slöppu svæðum sem þú sérð birtast, væri hægt að forðast með almennilegri sólarvörn. Of mörgum gaurum finnst það of mikið ómak að bera á sig sólarvörn. Þeir sleppa því og gera ráð fyrir því að allt verði í lagi "þetta reddast!".
En það hefur mun neikvæðari áhrif en bara illa útlítandi bóndabrúnku.
Rétta sólarvörnin getur hjápað og að sleppa henni getur haft gríðarleg áhrif á húðina yfir lengri tíma.
Vilt þú hægja á áhrifum aldurs á húðina? Bætu þá við rakakremi með sólarvörn inn í morgun rútínuna. Til dæmis Daily Defence Face Moisturizer með SPF 20. með því ertu að slá tvær flugur í einu höggi og koma í veg fyrir óþarfa einkenni aldurs á húðinni.
Herra vörur - Brickell Daily Defense Face Moisturizer with SPF 20.
Og nei, þú ættir ekki að vera hræddur við sólina. En þú ættir að virða neikvæðu áhrifin sem UV geislar geta haf á húðina þína. Það tekur aðeins nokkra mínótur að bera á sig sólarvörn. Þetta gæti virkað sem ómak núna, en nokkrum árum seinna verður þú glaður að þú barst sólarvörn á þig reglulega.

4. Ástæður óþæginda í hvert skipti sem þú rakar þig

Ef þú er að rokka "clean shave" lúkkið, þá þekkir þú örugglega óþægindana sem stundum fylgir rakstrinum. Allar þessar ójöfnur í rakstrinum skila þér ekki því lúkki sem þú leitaðir að.

Margir gaurar raka sig á rangan máta, fara á móti hárvextinum, raka of nálægt húðinni eða nota ódýr rakvélarblöð. Þetta getur skilað þér inngrónum hárum, bakteríu sýkingu, rauðum svæðum eða öðrum óþægindum í húðinni.

Vandamálið? Gaurar með raksturs óþægindi, sár eða svipuð vandamál líta ekki út eins og þeir séu með allt sitt á hreinu. Heldur lítur þetta út eins og þú hugsir ekki nægilega vel um sjálfan þig, að þú flýtir þér í gegnum lífið og takir litlu hlutina ekki nægilega alvarlega. Jafnvel þó svo þetta eigi ekki við þig, að skilja eftir þessa hughrif geta valdið þér vandræðum í viðskiptaheiminum.

Komdu í veg fyrir þessi vandmál með örfáum einföldum skrefum:

  • Þvoðu og skrúbbaðu húðina áður en þú rakar þig ( Hefur prófað Nærandi andlits skrúbbur frá Brickell )
  • Veldu rakakrem eða olíu sem róar og bætir raka í húðina til að minnka líkurnar á óþægindum. ( Þannig hannaði Brickel Smooth Brushless Shave Cream og Hybrid Glide Shave Olíuna
  • Ekki raka of nálægt húðinni. Verðu mjúkhentur í áttina sem skeggið vex.
  • Skolaðu raksturblaðið með vatni eftir hverja stoku, ekki vera latur og reyna klára þetta í einni umferð.
  • Ekki raka þig of oft. Ef mögulegt er, þá er annar hver dagur betri fyrir húðina.
  • Kláraðu svo með alkóhól fríum rakspíra sem mun ekki þurkka eða erta húðina, til dæmis Brickel Instant Relief Aftershave með hyaluronic acid.

Herra vörur - Brickell Smooth Brushless Shave Cream for Men

5. Nudda skítugum símanum á andlitið

Þú þværð alltaf á þér hendurnar áður en þú snertir andlitið á þér, ekki satt? Vonandi. Sérstaklega því þú ert örugglega búinn að snerta marga skítuga hluti eins og peninga, hurðahúna og annað yfir daginn.

Sama er með símann þinn. Samkvæmt einni rannsókn eru meira en 17.000 afrit bakteríu gena á farsímum menntaskólakrakka . Önnur könnun fann út að farsímar bera 10x meiri bakteríur en flestar klósetsetur.

Þannig ef þú ert að snerta andiltið á þér með þessum hlut án þess að sótthreinsa hann annað slagið, þá ertu að biðja um bólur og önnur húðvandamál.

 

6. Fara "stundum, stundum ekki" húðumhirðu leiðina

Það tekur tíma fyrir sum húðumhirðu hráefni til að sýna fulla virkni. Hér eru nokkrir meðaltals tímar:

  • AHAs byrjar að virk strax en nær hámarki eftir 12 vikur
  • Niacinamide byrjar ekki að virka fyrr en eftir 12 vikur
  • Vitamin C þarf 3 vikur til að ná virkni
  • Peptides getur tekið allt upp í 12 vikur að virka

Hver er lærdómurinn? Þú þarft að nota vörurnar þína sem innihalda þessu virku efni daglega og reglulega yfir lengri tíma ef þú vill sá fulla virkni. Þannig best er að koma þér upp húðrútínu sem virkar fyrir þig og halda þig við hana. Jafnvel þó þú byrjir bara mjög einfalt með andlitshreinsi og rakakremi.

Viltu byrja á einfaldri, "ekkert vesen" húðumhirðu venju sem heldur húðinni hreinni, bjartri og rakri? Með Clarifying Gel Face Wash for Men og Daily Essential Face Moisturizer for Men ertu vel settur. Notaðu báðar vörurnar á hverjum morgni og áður en þú ferð að sofa. Ef þú ert með þurra eða viðkvæma húð skaltu nota Purifying Charcoal Face Wash for Men hreinsinn í stað Clarifying Gel. 

Herra vörur - Brickell Daily Essential Face Moisturizer for Men

7. Bera of mikið af húð og umhirðu vörunum á þig. 

Að nota of mikið af vörunni skapar þú líka vandræði. Ef þú setur til dæmis of mikið af vaxi eða geli í hárið færð það skítugt og klessulegt útlit og með tímanum getur þetta valdið útbrotum eða bólum í kringum hársvörðinn.

Það sama á við um húðvörur og að nota of mikið af virkum hráefnum eða nota þau of oft getur skapað pirring og útbrot á húðinni.

Ekki ofgera, það mun ekkert virka betur heldur fer það í andstæðuna.

Þegar kemur að húðvörunum þínum þá dugar oftast að nota aðeins ca stærð einnar krónu til að klára málið. Rakakremið ætti að þekja húðina en ekki kæfa hana með þykku lagi. Þegar kemur að húðumhirðu þá er þumaputtareglan að fara sér hægt og rólega.

 

8. Að hunsa hendurnar

Margir gaurar sleppa alveg að hugsa vel um neglurnar og klippa þær bara annað slagið. Slæm hugmynd

Mannstu, hendurnar er ein af þeim pörtum sem fólk sér og snertir fyrst. Það er nauðsynlegt að gefa góða fyrstu upplifun af þér með góðri nagla umhirðu sem innilheldur:

  • Ýtta naglaböndunum aftur
  • Nota rakakrem reglulega
  • Halda þeim í fallegu rúnnuðu formi

 

9. Láta nefhárin vaxa villt og galið

Þau standa út eins og... nef hár. Það er ótrúlega truflandi að tala við einhvern með nefhár standandi út um nefið. Það er líka pínu ógeðslegt.

Ímyndaðu þér að þú sért á mikilvægum samningsfundi. Spenna er farin að færast yfir umræðuna og akkurat þá tekur þú eftir að beint út úr nefinu á þeim sem er að tala stendur langt krullað hár. Ekkert sérstaklega flott lúkk fyrir fagmanninn eða nokkurn annann.

Sem betur fer þá er auðvelt að laga þetta. Á hverjum morgni þegar þú kíkir í spegilinn til að bursta tennurnar eða greiðir hárið, taktu stöðuna á nefhárunum. 
Sést í eitthvað? Fjarlægðu þau hár sem sjást með skærum, eða en betra að fjárfesta í þar til gerðum nefhárklippum hannaðar til að tækla þessi hár. Þau koma með vörunum til að koma í veg fyrir óþarfa óhöpp.

  

10. Setja á sig of mikinn rakspíra

Það verður ekki mikið verra en þetta? Þú vilt ekki vera maðurinn sem kæfir allt með of miklum rakspíra.

Það sem þú vilt er er smá ilmur en ekki lykt sem finnst handan hornsins og tilkynnir komu þína.

Að hafa einkennandi lykt getur verið gott. Bæði í persónulegu og vinnu umhverfi. Að nota rakspýra lykt sem skér þig úr hópnum og sýnir að þú tekur útlit og ímynd þína alvarlega. Reyndu bara að forðast að ofgera því. Hér eru nokkur ráð:

  • Ef það er nýtt fyrir þér að nota rakspýra, byrjaðu á léttum og ferskum ilm.
  • Byrjaðu á að spreyja einu sinni á bringuna eftir að hafa farið í sturtu og þurkað þér.
  • Spreyjaðu á húðina, ekki fötin
  • Ekki nudda rakspýranum eða labba inn í ský af honum. Hvorugt skilar þér góðri niðurstöðu.

 

 


    Skilja eftir athugasemd


    Vinsamlegast athugið að athugasemdir fara í gegnum samþykktarferli áður en þær birtast á síðunni.