10 Leyndarmál til að eldast vel


Herravörur - 10 Leyndarmál til að eldast vel


Tíu leyndarmál til að eldast vel

Um aldir hafa menn leitað leið til að stöðva eða snúa við öldrunarferlinu. Og þó að vísindum hafi farið fram í að lengja líf meðalmanneskju, þá er samt engin leið til að hætta að eldast alveg.

Hvað er þá næst best? Að eldast vel.

Hvað þýðir það að eldast vel? Þetta snýst um að taka öldrunarferlinu opnum örmum og fagna jákvæðu hliðum öldrunar eins og meiri þekkingu, reynslu og visku.

Í stað þess að reyna að halda í við unglingana, notaðu þessi 10 leyndarmál til að eldast á þínum eigin tignarlegu, heilbrigðu og töffaralegu forsendum.

1 - Fáðu nægan gæða svefn

Þú gætir mögulega fúnkerað á aðeins nokkurra klukkustunda svefn. En markmið þitt ætti ekki að vera að ná að komast í gegnum daginn með eins litlum svefni og mögulegt er. Þú átt skilið að dafna og njóta þín og til þess þarf góðan gæða svefn.

Auk þess sést svefnleysi strax á útlitinu þínu. Dökkir bauga og bólgin augu augn sem erfitt er að losna við, eykur á ofþreytu og lætur þig líta út fyrir að vera eldri en þú rauverulega ert.

Ef þú átt erfitt með að sofna eða finnst þú bara alltaf þreyttur skaltu prófa þessar ráðleggingar:

Ekkert síðdegis koffín.

Allt í lagi, koffín gefur þér kærkomið stuð á morgnana. En ef þú drekkur kaffi eftir hádegismat gæti það samt verið virkt í kerfinu þínu þegar þú reynir að fara að sofa. Þannig prófaðu að reyna takamarka koffín eftir hádegi og sjáðu hvaða áhrif það hefur á svefninn þinn eftir nokkra daga.

Vakna á sama tíma á hverjum degi.

Að vakna reglulega á sama tíma alla daga vikunar mun hjálpa þér að koma á reglulegum, heilbrigðum og endurnærandi svefnlotum. Ef þú átti langt kvöld, þá skaltu samt fara á fætur á sama tíma og þú gerir alltaf og reyna að ná þér frekar í lítinn 15-30 mínóta síðdegis lúr. Passaðu þig samt að taka lúrinn ekki of seint um daginn.

Draga úr truflunum.

Samfélagsmiðlar, tölvupóstar og sjónvarp geta öll valdið meiriháttar truflun á svefn venjum. Ef síminn þinn er á senda frá sér hljóð alla nóttina, þá ertu mun líklegri til að fá raskaðan svefn yfir nóttina með slæmum árangri. Svo stilltu hann á hljóðlausa stilling,  „Ónáðið ekki“ eða settu hann í hleðslu yfir nótt á einhverjum staðar fyrir utan svefnherbergið þitt þar sem hann truflar ekki. Einnig er það gott fyrir undirmeðvitundina að hafa síman ekki við rúmmið.

2 - Haltu þér í góðu formi og liðleika

Ef þú ert með slæma líkamsstöðu, átt í erfiðleikum með að standa upp úr stól, eða gengur um hokin… gettu hvernig þú lítur út?

Gamall...

Margir tapa liðleika og þjást af stífum liðum þegar þeir byrja eldast. Reyndar sýna rannsóknir að hreyfisvið minnkar verulega hjá körlum þegar þeir ná áttræðisaldri. Þannig að ef þú leggur þig strax fram um að halda í hreifnleika og liðleiann. þá mun þér líða betur lengur og auðvitað líta út, hreyfa þig og líða eins og yngri maður.

Hvað ef þú ert nú þegar að taka eftir minnkun á liðleika þínum? Er of seint að gera eitthvað?

Nei alls ekki! Góðu fréttirnar eru þær að þú getur fengið þann liðleika aftur ef þú byrjar að teygja reglulega. Góður staður til að byrja er með er til dæmis opna brjóstkassa, mjaðmabeygjuteygjur, teygjur fyrir efri baki og snúninga í neðri baki.

Samkvæmt Colorado State University geta jafnvel stuttar teygjur fljóttlega bætt við markverðum framförum í liðleika. Auk þess að gera þig liðlegri, stuðla þessar umbætur einnig að betri geðheilsu. Þetta er win-win!

Liðleiki, góð líkamsstaða og hreyfifrelsi eru eðlislæg merki um æsku. En þegar þú ert kominn á þrítugsaldurinn byrjarðu að tapa öllum þessum hlutum. Haltu liðleika þínum með því að forðast kyrrsetu, teygja reglulega og gera jóga eða svipaðar æfingar sem byggja upp liðleika.

Hafðu í huga, markmið þitt er hagnýtur liðleiki en ekki Cirque de Soleil atriði. Heilbrigður hreyfing og teygja er meira en nóg.

3 - Njóttu jafnvægis í mataræði

Þú ert það sem þú borðar - svo já, matarval þitt gæti verið að gera þig eldri en nauðsynlegt er. Næringarinnihald máltíða hefur veruleg áhrif á útlit og líðan húðarinnar.

Lélegar matarvenjur leiða til aukinnar þyngdar - sem gerir þig einnig eldri. Hvort sem það er undirhaka, varadekk eða bara almenn slapp. Ofþyngd gerir það að verkum að þú lítur út fyrir að vera nokkrum árum eldri en þú ert í raun og veru - svo ekki sé minnst á heilsufarsáhyggjur offitu.

Sem betur fer er ekki erfitt að gera nokkrar heilsusamlegar breytingar. Og þvert á það sem almennt er haldið getur það verið hreint út sagt ljúffengt að borða vel. Hér eru nokkrar einfaldar leiðir til að tryggja að þú sért að njóta - ekki bara þjást af - "Góðu mataræði".

Taktu fjölbreyttu grænmeti fagnandi

Það er til fullt af bragðgóðu grænmeti sem hægt er að elda á margvíslegan máta. Ekki takmarka þig við eina aðferð eða gera ráð fyrir að þér líkar ekki við ákveðið grænmeti vegna þess að eitt sinn smakkaðir þú það og varst ekki aðdáandi.

Útbúðu þínar eigin máltíðir.

Þegar þú ert á ferðinni og þarfnast fljótlegrar máltíðar hefur næringin þín tilhneigingu til að þjást. Lagaðu það með því að pakka hollum máltíðum með þér og hafa þær með þér - hvort sem það er í vinnunni eða út að hlaupa erindi.

Snjöll millimál.

Skiptu út namminu og snakkinu fyrir gulrætur, ávexti, hnetur og annað hollara val. Ef þú ert gjarn á að borða eitthvað óholt milli mála, hafðu þá eitthvað hollara sem þér finnst spennandi tilbúið og aðgengilegt.

Lærðu að elda (eða verða betri í því).

Vertu fús til að vera skapandi með máltíðir og nota hollt hráefni sem þú ert kannski ekki vanur að gera. Að bæta grænmetismáltíð inn í matseðilinn þínn getur einnig hjálpað þér að taka heilbrigðara val í gegnum máltíðir vikunnar.

4 - Verndaðu húðina gegn sólinni

#1 orsök hraðari öldrunar er útsetning fyrir UV. Skaðlegir UVA og UVB geislum sólarinnar sem geta valdið mislitun, aldursblettum, hrukkum, fínum línum... öllu sem gefur þér eldra útlit. Og það er án þess að lenda í aukinni hættu á að fá húðkrabbamein vegna beinu sólarljósi.

Ein auðveldasta leiðin til að eldast vel er að nota sólarvörn reglulega. Ef þú ætlar að eyða meira en nokkrum mínútum úti í sólinni skaltu gera þér greiða og ná í SPF vöru.

Hafðu samt í huga að ekki eru allar sólarvarnir eins. Margar innihalda virk efni sem eru skaðleg bæði fyrir þig og umhverfið. En þú finnur þau ekki í SPF kremunum frá Brickell:

Daily Defense Face Rakakrem með SPF 20 - Gert með sinkoxíði og rakagefandi innihaldsefnum, það býður upp á breitt litrófsvörn, gengur auðveldlega í húðina og mun ekki þurrka eða erta.

Element Defense rakakrem með SPF 45 - Notaðu það til að halda húð líkamans  mjúkri, nærðri og óskemmdri vegna sólarljós. Það verndar gegn UVA/B með sinkoxíði og sér um húðina með grænu tei, sólblómaolíu og E-vítamíni.

Herravörur - Brickell SPF vörur

5 - Forðastu skaðlegar venjur

Það kemur vísindamönnum ekki á óvart að reykingar valda öldrun. Svo langt aftur sem 1856 hafði þessi fylgni þegar verið auðkennd og greint frá því. En nýjustu rannsóknirnar styðja þessar skýrslur enn frekar.

Nýleg rannsókn danskra vísindamanna - “Alcohol consumption, smoking and development of visible age-related signs:“ - greindi heilsufarsupplýsingar sem safnað var frá meira en 11.000 dönskum körlum og konum. Gögnunum var safnað þar sem þátttakendum var fylgt eftir frá 1976 til 2003. Gögnin voru meðal annars drykkjuvenjur þeirra, reykingarvenjur, matarvenjur og skýrslur frá læknisskoðunum sem mældu hjartasjúkdóm þeirra og öldrunarmerki.

Erfitt getur verið að mæla öldrun, þannig að rannsóknin skoðaði 4 algeng merki: gráan hring í kringum hornhimnu augans, vöxtur veggskjölds í augnlokum, hármissi og hrukkur á eyrnasneplum.

Hver var niðurstaðan? Hvernig hafa þessar algengu venjur - reykingar og mikil drykkja - áhrif á öldrunarferlið?

Karlar sem drukku mikið voru allt að 36% líklegri til að fá eyrnasnepilshrukkur en þeir sem drekka létt eða í meðallagi. Af fjórum öldrunarþáttum sem greindir voru var sá eini sem sýndi ekki bein tengsl við mikla drykkju karlkyns skalla - það er aðallega erfðafræðilegt. Þrátt fyrir það voru öll óerfðafræðileg merki um öldrun hraðari og skýrari hjá körlum sem drukku mikið.

Athyglisvert er að karlmenn sem héldu sig algjörlega frá áfengi voru ekki betur settir en þeir sem drukku létt eða hóflega. Svo virðist sem gamla máltækið, "Allt er gott í hófi," sé þess virði að fylgja.

6 - Forgangsraða húðumhirðu gegn öldrun

Fyrst skaltu leggja þig fram um grunnatriðin - tvisvar á dag skaltu nota andlitsþvott sem er hannað fyrir þína húðgerð til að fjarlægja óhreinindi, olíu og annan óþvera. Og notaðu að minnsta kosti rakakrem fyrir andlitið á eftir. En það er miklu meira sem þú getur gert fyrir húðina þína:

Skrúbbaðu reglulega.

Þú ert stöðugt að losa þig við dauðar húðfrumur, sem safnast saman á andlitið og mynda dauft ytra lag. Til að bjartari yfirbragðið og viðhalda unglegum ljóma er mikilvægt að þú afhjúpar húðina. Hvernig?

Annan hvern dag eftir að hafa þvegið andlitið skaltu nota Renewing Face Scrub frá Brickell. Þetta er hreinsivara með litlum, grófum innihaldsefnum sem skrúbba burt dauðar húðfrumur til að draga fram fersku húðina þar undir.

Farðu dýpra með sermi.

Anti-aging serum eru einbeittar vörur sem ganga djúpt inn í húðina. Það er þar sem þær geta best aukið kollagen framleiðslu fyrir stinnari og sléttari húð.

Reviving Day Serum frá Brickell nýtir peptíð til að þétta húðina ásamt öflugum rakagjöfum sem skilja hana eftir fulla, þykka og slétta.

Repairing Night Serumið er búið til úr plöntustofnfrumum og öðrum náttúrulegum innihaldsefnum sem leiðrétta aldursbletti og berjast gegn bólgum.

Herravörur - Brickell Anti Aging Serums 

Uppfærðu í öldrunarkrem

Því eldri sem þú verður, því minna kollagen framleiðir húðin þín og því slappari verður húðin. Þannig að þú færa þig úr venjulegu rakakremi yfir í öldrunarkrem sem nærir, gefur raka og þéttir. Við bjóðum upp á tvö:

Resurfacing Anti-Aging kremið okkar með C-vítamíni sem er hannað til notkunar á morgnana til að læsa inni raka allan daginn og bæta húðina með nærandi innihaldsefnum.

Á kvöldin mælum við með Revitalizing Anti-Aging kreminu til að endurnýja húðina yfir nóttina og laga algeng vandamál af völdum öldrunar.

Herravörur - Brickell öldrunarkrem fyrir karlmenn

7 - Haltu hárinu stuttu og snyrtilegu

Hugsaðu um gamla galdramanninn í hvaða fantasíumynd sem er. Hversu geggjað var hárið á þeim? Sítt og úfið, ósnortinn og stjórnlaus?

Það er vegna þess að sítt, óklippt hár er útlit þess gamla en ekki unga.

Ef þú vilt eldast hægt og tignarlega þarftu að halda hárinu snyrtilegu og vel snyrtu. Biddu rakarann þinn um að hafa það stutt með nútíma línum.

Hefurðu áhyggjur af því að það að klippa hárið þitt geri skallabletti eða víkjandi hárlínu sýnilegri? Í raun og veru mun styttra hár láta þig líta betur út. Að reyna að hylja hárlos með síðu hári og sjónrænum brellum er annað öruggt aldursmerki.

Ef þú hefur áhyggjur af þynnra hári getur prófað Daily Strengthening sjampóið. Það byggir upp rúmmál á meðan það hreinsar og þykkir hárið - allt með mildum, náttúrulegum innihaldsefnum sem munu ekki ofþurka hárið eða erta

8 - Slepptu skegginu

Líkt og sítt, óslétt hár eldist þig, það gerir skeggið það líka. Hvaða andlitshár sem er. Ef þér er alvara með að snúa klukkunni til baka - sjónrænt, að minnsta kosti - verðurðu að sleppa skegginu, yfirvaraskegginu og geithafnum.

Hreinrakaðir krakkar líta yngri út. Já, það þarf meira viðhald. Já, þú verður að vera klár í að forðast rakstursbruna og inngróin hár. Og já - það er þess virði.

Ertu ekki alveg tilbúinn að fjarlægja skeggið? Stutt og vel snyrt skegg, hökutoppur eða yfirvaraskegg getur samt virkað með markmiðum þínum um að eldast virðulega. Vertu bara viss um að færa umhirðuna þína á næsta sig til dæmis með því að nota vandaða skeggolíu til að gefa raka, mýkja og ljóma.

Herravörur - Skegg og rakstursvörur

9 - Klæddu þig betur en þú þarft

Útlitið ræðst af fötunum sem þú velur að klæðast. Hvað segja fötin þín um þig? Að þú sért gamall og ekki í takt við tímann? Ef svo er, þá er kominn tími á breytingar.

Þú þarft ekki að henda öllum fataskápnum þínum. Gefðu bara meiri gaum að því hvernig fötin þín passa. Hafðu þau snyrtilegt og vel sett saman - ekki of þröng eða of við. Notaðu klassískan klæðnað sem fer aldrei alveg úr tísku. Það kemur í veg fyrir að þú lítur út fyrir ákveðinn aldur bara miðað við það sem þú klæðir þig í - og bjargar þér frá því að elta trend.

Margir gefast upp á sjálfum sér hvað varðar stíl þegar þeir eldast. Fötin þeirra verða druslulegri, lausari og slappari. Berstu á móti þeirri tilhneigingu og þú munt raka mörg ár af álitnum aldri þínum.

10 - Fagnaðu nýjum hlutum

Eitt af einkennandi þáttum þess að verða „gamall“ er að sitja fastur í þínum venjum og vilja ekki aðlagast. Vilt ekki læra nýja hluti.

Ef þú ýtir á virkan hátt aftur þrjóskuna sem fylgir því að eldast, muntu geta viðhaldið unglegri persónu. Hvernig geturðu gert það?

Vertu þakkláttur fyrir ungafólkið í þínu lífi

Vertu reiðubúinn að læra af unga fólkinu í kringum þig - bæði í fjölskyldu þinni og samfélaginu þínu. Tileinkaðu þér nokkrar af venjum þeirra, tónlist og tungumáli - en ekki á falskan máta heldur aðeins ef þú hefur virkilega gaman af þeim. Markmiðið er ekki að falsa æsku; það er til að læra af næstu kynslóð og hægja á öldrunarferlinu.

Ferðalög.

Að komast út og sjá heiminn - sérstaklega fólk og menningu utan þinnar venjulegu kúlu - mun hjálpa þér að halda ferskri sýn á lífið og koma í veg fyrir að þú lendir í lægð þegar þú eldist.

Haltu þér upplýstum

Það eru margar leiðir til að gera þetta - allt frá því að fylgjast með atburðum líðandi stundar til að lesa ný skáldverk til að taka þátt í viðburðum samfélagsins. Þáttaka mun hjálpa þér að halda uppfærðu viðhorfi og gera þér kleift að sameina viskuna sem fylgir aldrinum og framförum nútímalífs.

Hafðu gaman að lífinu

Leyfðu þér að hafa gaman að lífinu og sleppa þér lausum annað slagið. Það eru engar reglur í dag hvernig þú átt að vera og eins og við vitum þá skemmta krakkarnir sé best og er það bara vegna þess að þau meiga fíflast og hafa gaman. Það mun halda þér ungum mun lengur.

 


Skilja eftir athugasemd


Vinsamlegast athugið að athugasemdir fara í gegnum samþykktarferli áður en þær birtast á síðunni.