Hvernig á að nota andlits rakakrem


Herravörur - Brickell Daily Essential Face Moisturizer for Men

Ef notkun á andlits rakakremi er nýtt fyrir þér þá erum við hérna til að hjálpa þér með allt það mikilvæga sem þú þarft að vita. Hluti eins og hvernig á að nota kremin, afhverju þú ættir að nota þau og hvernig á að forðast algengustu mistökin sem sumir karlmenn gera þegar þeir bera á sig rakakrem.

Hvað er andlits rakakrem?

Byrjum á grunninum. Andlits rakakrem (Face moisturizer) blandar saman nærandi og rakagefandi hráefnum sem halda húðinni heilbrigrði, mjúkri og með nægan raka. Hún bætir við og ýttir undir náttúrulegar varnir húðarinar og verndar hana frá því að tapa rakanum og verða fyrir ertingu.

 Herravörur - Brickell Daily Essential Face Moisturizer for Men

Daily Essential Face Moisturizer for Men frá Brickell var hannað með öflugum náttúrulegum hráefnum sem læsa rakann inn í húðinni án þess að virka þungt eða fitugt. Helstu lykil hráefnin eru:

  • Aloa Vera: Örugg og nátturuleg uppspretta af raka, vítamínum og næringu sem halda húðinni fyllri og heilbrigðri.

  • Jojoba: Olía úr plöntugrunni sem endurbyggir náttúrulegar varnir húðarinar eftir að hafa hreinsað af henni óhreinindi og bakteríur.

  • Grænt Te Extract:  Náttúruleg uppspretta öflugra andoxunarefna gegn öldrun sem snúa við einkennum öldrunar.

Afhverju þurfa karlmenn að nota andlitsrakakrem?

Andlits rakakrem heldur húðinni fullri af orku og stinnari á sama tíma og hún verndar hana gegn ofþornun og skemmdum. Með því að nota kremið daglega eftir að þú hefur þvegið á þér andlið muntu koma í veg fyrir þurrk, ertingu, mikinn roða og ótímabærar hrukkur.

Rakakrem heldur húðinni sléttri og unglegri

Þegar þú notar rakakrem daglega, helst húðin þín fyllri og ríkari af raka. Dúnkennda, slétta áferðin dregur úr sýnilegum fínum línum eða hrukkum sem gætu verið farnar að gera vart við sig.

Ef þú notar ekki rakakrem þá sýnir húðin allt. Skortur á raka veldur því að fínar línur og hrukkur skera sig úr, sem gerir þær meira áberandi og sýnilegri.

Rakakrem styður við náttúrulegar varnir húðarinnar

Húðin þín er frábær í að verkjast mengunarefnum, bakteríum og öðrum framandi efnum sem gætu valdið henni skaða. En ef húðin þín þornar upp, þá eru þessar náttúrulegu varnir veikari. Niðurstaðan? Fleiri útbrot, hraðari öldrun og aukin næmni. Auk þess getur húðinn orðið blettótt og roði myndast.

Í megin atriðum, allt sem þú vilt ekki.

Notkun andlits rakakrems á hverjum degi - kvölds og morgna - verndar húðina allan daginn. Það eykur áhrif náttúrulegra varna húðarinnar og kemur í veg fyrir óþarfa skemmdir og útbrot.

Rakakrem hjálpa til við að stjórna fiturgri húð

Sumir karlmenn halda að ef þeir eru með feita húð ættu þeir ekki að nota rakakrem. En sú hugmynd er byggð á röngum forsendum.

Nei, rakakrem gerir ekki fituga húðina þína verri. Og nei, rakakremið veldur ekki útbrotum.

Svo lengi sem þú ert að nota olíulaust andlitsrakakrem mun það hjálpa til við að stjórna olíunni og bæta þannig húðina. En hvernig?

Strákar sem eru með fituga húð hafa þá tilhneigingu að þvo andlitið sín mjög oft og jafnvel of mikið. Það er ekki gott fyrir húðina - sérstaklega ef þú ert að nota sterkar sápur. En jafnvel mildur andlitsþvottur fjarlægir eitthvað af náttúrulegum olíum og dregur úr raka sem er hluti af hreinsunarferlinu.

Til að endurheimta hámarks rakastig húðarinar og koma í veg fyrir að fituga húðin fari í en meiri framleiðslu á olíum þá er til dæmis gott að nota Daily Essential Face Moisturizer kremið frá Brickell. Einnig færðu þá sléttari húð, minni ertingu og færri útbrot með réttri notkun á góðu andlits rakakremi.

Hvernig á að nota andlits rakakrem

Þó að það gæti virst einfalt, þá eru nokkur mikilvæg ráð varðandi notkun á andlits rakakrem sem gætu hjálpa þér að fá sem mest út úr hverju skipti. Hér eru einföld svör við algengustu spurningum sem karlmanna hafa varðandi notkun rakakrema:

Hvað ætti ég að gera áður en ég set á mig rakakrem?

Það er mikilvægt að þvo andlitið og þurrka það alveg áður en þú notar rakakrem. Annars mun rakakremið loka inni í svitaholunum olíu, svita og önnur óhreinindi. Með því að bera kremin á blauta húðina getur þú komið í veg fyrir að rakakremið komist rétt inn í húðina og einnig getur húðin orðið glansandi.

Hvenær ætti ég að nota rakakrem?

Til að ná sem bestum árangri skaltu nota andlits rakakremið tvisvar á dag, í upphafi og lok dags.

  • Notkun þess á morgnana mun hjálpa þér að byrja daginn með sléttri, endurnærðri húð sem þolir hvers kyns áreiti þátta sem gætu valdið ertingu eða ofþornun á henni.

  • Að bera á hana á kvöldin mun hjálpa til við að endurheimta húðina á einni nóttu, koma í veg fyrir þurrk og tryggja að þú vaknar með sléttri húð.

Hversu mikið rakakrem ætti ég að nota?

Þú þarft aðeins um það bil stærðar eina krónu af Daily Essential Face Moisturizer frá Brickell til að hylja allt andlitið. Settu það á fingurgómana og nuddaðu þeim síðan varlega saman með hinni hendinni og settu rakakremið yfir allt andlitið, hyldu allt ennið, í kringum augn svæðið og niður á hálsinn. Ekki bera kremið á augnsvæðið sjálft.

Ef það eru einhverjir hlutar húðarinnar, eins og nefið, sem eru líklegri til að fá unglingabólur eða stíflaðar svitaholur skaltu bera aðeins minna rakakrem á þau svæði.

Er í lagi að nota rakakrem á skeggið mitt?

Það er allt í lagi að nudda rakakreminu í skeggið og á húðina undir. Best er að nota skeggolíu til að meðhöndla andlitshárin sjálf. Skeggolían kemst betur inn í skegg og býður upp á náttúrulegan glans og hollan raka.

Forðastu þessi algengustu mistök þegar þú notar rakakrem fyrir andlitið

Ofnotkun á rakakremi

Húðin þín getur aðeins tekið í sig svo mikið rakakrem í einu. Ef þú notar of mikið þá færðu glansandi útlit. Sem er venjulega ekki það sem við leitum að.

Mundu að smá andlits rakakrem nær langt. Ef þú ert að nota hágæða náttúrulega vöru - eins og Daily Essential Face Moisturizer - þá þarftu ekki að bera þykkt lag af því á húðina, þunnt lag skilar því sem þarf.

Ofnotkun er slæmur ávani sem þú hefur hugsanlega þróað með þér eftir margra ára notkun á "allt í lagi" vörum sem þú fannst kannski í matvöruverslun eða apótekum. Og það er einn ávani sem þú þarft að losna við ef markmið þitt er að koma húðinni í sitt besta mögulega form.

Misnotkun

Ekki bera rakakrem á augnlokin eða þunnu, viðkvæmu húðina rétt fyrir neðan augun. Ef þú vilt koma í veg fyrir þrota eða dökka hringi þá er augnkrem betri kostur.

Restoring Eye Cream frá Brickell inniheldur efni sem eru sérstaklega hönnuð til að auka blóðflæði og næra þetta viðkvæma húðsvæði. Það er áhrifaríkasta leiðin til að fjarlægja dökka hringi og poka undir augum.

Herravörur - Blogg um hvernig eigi að nota andlits rakakrem

Að velja ranga vöru

Burtséð frá húðgerð muntu ná bestum árangri með olíulausu og léttu andlits rakakremi sem gengur hratt inn í húðina. Þetta kemur í veg fyrir of mikla olíuuppsöfnun og stíflaðar svitaholur. Það mun einnig hjálpa húðinni að stjórna eigin olíuframleiðslu, sem leiðir til jafnvægis og heilbrigðs útlits.

Forðastu þungar, fitugar vörur sem íþyngja húðinni og skilja eftir sig of mikinn glans. Þau krem hafa tilhneigingu til að stífla svitaholurnar og geta unnið gegn húðumhirðumarkmiðunum þínum.


Skilja eftir athugasemd


Vinsamlegast athugið að athugasemdir fara í gegnum samþykktarferli áður en þær birtast á síðunni.