Bestu hráefnin á bólurnar


Herravörur - Bestu hráefnin á bólurnar
Ef þú hefur glímt við unglingabólur eru líkurnar á því að þú hafir reynt ýmislegt til að ná stjórn á þeim. Kannski hafa sum úrræðin þín virkað, önnur kannski ekki - en það segir sig sjálft að það getur verið erfitt að losna við þessa þrjósku bólur og að finna réttu meðferðina getur oft verið eins og skjóta út í loftið.

Góðu fréttirnar? Það eru ákveðin innihaldsefni og vörur sem munu án vafa virka. Þú þarft bara að skilja hvað þú ert í raun og veru að fást við og hvað þarf að varast.

Að skilja unglingabólur

Það eru margir þættir sem geta stuðlað að unglingabólum - og ef þú ert að gera eitthvað í mataræði þínu eða í þínu daglegu lífi sem eykur á útbrotin og bólgur, þá verður erfitt að halda því í skefjum (jafnvel með bestu mögulegu virku innihaldsefninunum þarna úti).

Sumir algengir lífstíls þættir sem stuðla að útbrotum, eru:
  • Að borða sykurríkt fæði
  • Streita
  • Skortur á svefni
  • Óviðeigandi húðhreinlæti
  • Óhreint koddaver
Þú gætir verið að upplifa hormóna ójafnvægi sem gæti líka valdið vandamálinu. Ef þig grunar að það sé raunin skaltu leita til húðsjúkdómalæknisins varðandi það.

Oftar en ekki er orsökin vegna slæmra daglegra venja, ásamt því að nota rangar húðvörur fyrir þína húðgerð.

Hvað þarf að huga að þegar þú meðhöndlar unglingabólur

Það eru nokkrir þættir sem spila inn í þegar þú ert að takast á við unglingabólur:
  • Bakteríusöfnun inni í svitaholum
  • Svitaholur stíflast vegna dauðrar húðar, olíu og óhreininda
  • Ójafnvægi í olíu, þar sem líkaminn framleiðir annað hvort of mikið eða of lítið af náttúrulegri olíu
  • Bólga og erting frá öllum þessum þáttum
  • Verndarlag húðarinar viðkvæmt vegna notkunar á heitu vatni, sterkum vörum eða öðrum umhverfisþáttum.
Það þarf að bregaðst við öllum þessu þáttum sem hluta af árangursríkri unglingabólu rútínu. Þú getur ekki bara notað blettameðferð og búist við því að húðin þín líti vel út. Þess í stað verður þú að takast á við upptök vandamálsins og öllum tengdum einkennum.

Til þess þarf nokkur mismunandi hráefni.

Salisýlsýra og glýkólsýra

Fyrir: Bakteríur, stíflaðar svitaholur

Öfluga BHA(beta hydroxy acid) salisýlsýran er hið fullkomna bóluefni. Ólíkt AHA(Alpha hydroxy acids), sem er vatnsleysanleg, er salicýlsýra olíuleysanleg. Reyndar er þetta ein leið til að svara spurningunni hvernig á að losna við fílapensila (Blackheads). Þetta er mikilvægt hráefni til að meðhöndla unglingabólur þar sem þetta gerir salisýlsýrunni kleift að komast djúpt inn í svitaholurnar og losa í burtu allar bakteríur sem liggja þar inni.

Þú finnur þetta öfluga efni í : Acne Controlling Spot Treatment, Acne Controlling Face Moisturizer, Acne Controlling Face Wash.

Hýalúrónsýra

Fyrir: Olíu ójafnvægi, Skemmdar húðvarnir

Hýalúrónsýra er einn besti rakagjafni sem stíflar ekki svitaholurnar. Margir karlmenn halda að þeir verði að losa sig við allan auka raka og olíu ef þeir eru að fást við unglingabólur - og það er rangt, rangt, rangt.

Ef þú gerir það þá mun húðin þín bæta það upp og framleiða enn meiri olíu til að bæta upp fyrir þurrkinn. Það mun gera húðina stífari, stífla svitaholur og gera allar unglingabólur verri. Ekki sú niðurstaða sem við viljum.

Í staðinn er betra að nota léttan rakagafa sem mun koma jafnvægi á húðina þína og veita raka sem mýkir húðina, læsir inn rakan og byggir upp verndarlagið - þar er hýalúrónsýra best.

Finndu hana í þessum vörum:  Repairing Vitamin C Night Serum

E-vítamín

Fyrir: Skemmdar húðvarnir

Ásamt C-vítamíni er E-vítamín öflugt andoxunarefni sem verndar húðina gegn skaða af sindurefnum, hjálpar til við endurheimt frumna og dregur úr sýnileika öra og bruna.

Það er líka rakagjafi sem eykur og verndar náttúrulegar varnir húðarinnar.

Finndu það í þessum vörum: Restoring Eye Cream

Willow Bark Extract 

Fyrir: Bólgur

Þetta náttúrulega innihaldsefni virkar bæði sem bólgueyðandi og bakteríudrepandi efni, róar unglingabólur og róar pirraða húð. Það getur jafnvel hjálpað við sjúkdóma eins og psoriasis, exem og rósroða.

Finndu það í þessum vörum: Acne Controlling Spot TreatmentAcne Controlling Face Moisturizer,

Te trés olía

Fyrir: Bakteríur og bólgur

Þetta öfluga, náttúrulega, bólgueyðandi innihaldsefni dregur úr ertingu af völdum unglingabóla sem leiðir til færri útbrota.

En hafðu eftirfarandi í huga þegar þú notar tetréolíu. Eins og allar ilmandi ilmkjarnaolíur getur það verið ertandi þegar það er borið á staðbundið í háum styrk. Þess vegna muntu vilja finna vörur sem innihalda tetré í minna magni fyrir alla kostina án ertingar.

Þú finnur hana í þessum vörum: Acne Controlling Face MoisturizerAcne Controlling Face Wash.

Jojoba olía

Fyrir: Ójafnvægi í olíuframleiðslu

Þegar það kemur að því að hreinsa útbrot þarftu að endurheimta verndarvirkni húðarinar þinnar og ganga úr skugga um að þú róar roða, þurrk eða ertingu.

Jojoba olía er frábært innihaldsefni í þeim tilgangi. Jojoba er lífeftirlíking - samsetning hennar er mjög svipuð þinni eigin olíu og er hún pökkuð af næringarefnum eins og A-vítamíni, E-vítamíni, D-vítamíni og fitusýrum. Þetta gerir hana frábæra til að stjórna fituframleiðslu, róa þurrk og næra húðina.

Þú finnur hana í þessum vörum: Daily Essential Face Moisturizer, Purifying Charcoal Face Wash, Acne Controlling Face Moisturizer

Skilja eftir athugasemd


Vinsamlegast athugið að athugasemdir fara í gegnum samþykktarferli áður en þær birtast á síðunni.