Hvernig betri sjálfsumhirða gefur þér aukið sjálfstraust


Herravörur - Hvernig betri sjálfsumhirða gefur þér aukið sjálfstraust

Hvernig betri sjálfsumhirða gefur
þér aukið sjálfstraust

Harðjaxl. Macho maður.

Það er  svo mikið af skaðlegum samfélagslegum þrýstingi á karlmenn gegnum staðalímyndir um að vera sterkir, djarfir, ákveðnir og sjálfsöruggir.

Fyrir sumt fólk - fólk sem hefur rangt fyrir sér - þá stangast snyrtimennska á við hugsjónina um harðann og karlmannlegan karlmann. Þetta fólk tengjir líkamsumhirðu við orð eins og mjúkur, aumur eða hégómlegur. Fólkið fer fram með sterkar og fáránlegar fullyrðingar eins og "alvöru karlmenn hafa ekki áhyggjur af því hvernig húðin þeirra lítur út".

Í raunveruleikanum þá eru milljónir karla út um allan heim með ólíkan bakgrunn og menningu sem telja að bæði sjálfsumhirða og húðumhirðu styrkja þá hlið að vera karlmannlegur og sterkur. Ef þú vilt fá aukið sjálfstraust og standa þig alltaf eins vel og þú getur, þá skuldarðu sjálfum þér að setja húðumhirðu og almenna snyrtingu í forgangsröð í þínu daglega lífi.

Sjálfsumhirða er karlmannleg

Mikið hefur breyst í samfélaginu í dag og í raun er hugsjónin um að vera karlmannlegur mjög missmunandi eftir fólki. 

Karlmennska snýst þó almennt um að hafa sinn eigin stíl, sjarma og glæsileika - þrennt sem þú getur náð með góðri sjálfsumhirðu.

Langar þig til að vera sjálfsöruggur og karlmannlegri? Hér eru nokkrar auðveldar leiðir til að gera það:

Bættu rakstursvenjur þínar

Lélegur rakstur sem skilur eftir sig skurði, ertingu, kláða og sár, lítur illa út og lætur þér líða enn verr. En þéttur og mjúkur rakstur sem sýnir styrkleikana þína og gefur þér hreint, kraftmikið útlit getur aukið sjálfstraustið tölvert.

Til að ná alltaf frábærum rakstri þarftu að vera viss um að þú sért að nota bestu vörurnar og þekkir réttu tæknina. Raksturskremið eða froðan sem þú notar skiptir miklu máli - svo við mælum með Smooth Brushless Shave Cream frá Brickell og Supply Ultra Later Shaving Cream sem bæði eru full af öflugum náttúrulegum hráefnum sem gera raksturinn mýkri og næra og laga húðina um leið.

Þegar þú ert búinn að raka er nauðsynlegt að nota Instant Relief aftershave frá Brickell eða Post Shave frá Supply til að róa og gefa húðinni raka og koma þannig í veg fyrir roða og ertingu eftir raksturinn.

Rokka Skegginu? Þú ert nú þegar kominn með þetta fallega karlmannlega útlit. En þú hefur séð strákana sem eru með skegg og hugsa ekkert um það, ekki satt? Það drepur sjálfstraustið. Og mundu að sóðalegt er ekki það sama og karlmannlegt.

Sjáðu til þess að skeggið þitt og húðin undir því líti sem best út með náttúrulegu skeggvörunum frá Honor initiative. Þú munt rokka fallegu útlit eins og sannur heiðursmaður - og hafa sjálfstraust í stíl.

Heilbrigð og mjúk húð er áhrifamikill

Sérstaklega þegar álagip er mikið, þá er mikilvægt að vera rólegur og yfirvegaður. Það getur verið erfitt að gera það ef þú hefur áhyggjur af því hvernig þú lítur út eða líður illa. Þú getur ekki neitað því að sú staðreynd að líta vel út leiðir til þess að þér líði vel og sjálfsöryggið eykst.

Segjum að þú eigir mikilvægan viðskiptafund. Þú klæðir þig upp til að sýna sjálfsöryggi, undirbýrð það sem þú munt segja og fer yfir allt í huganum fyrirfram. Sá undirbúningur er nauðsynlegur til að ná árangri.

Sama ferli er nauðsynlegt þegar þú ferð út á stefnumót, hittir einhvern nýjan í fyrsta skipti eða ferð í atvinnuviðtal. Hver er tilgangurinn með því að klæða sig til að heilla, ef húðin þín er í slæmu formi?

Hérna er auðveld tveggja þrepa snyrtirútína sem þú ættir að fylgja á hverjum morgni til að hefja daginn með öryggi.

  1. Hreinsaðu húðina með vönduðum andlitshreinsi til að fjarlægja óhreinindi, umfram olíu og annað rusl af húðinni. Ef þú ert með venjulega eða fituga húð, þá skaltu nota Clarifying Gel Face Wash. Ef þú ert með þurra eða viðkvæma húð er Purifying Charcoal Face Wash bestur.

  2. Læstu rakann inni til að halda húðinni sléttri, mjúkri, koma í veg fyrir ertingu og hægja á öldruninni með Daily Essential Face Moisturizer.

Vertu unglegur

Að eldast er ekki svo slæmt. Þú verður þroskaðri, öðlast nauðsynlega lífsreynslu og verður fullkomnari manneskja. Fagnaðu þeim þáttum og lærðu að njóta ferlisins.

Því miður einblína sumir karlmenn á neikvæðu hliðarnar við að eldast og missa þannig mikið sjálfstraust þegar þeir eldast - sérstaklega tengdir útliti þeirra. Já, hrukkur og grá hár eru óumflýjanleg. En þú getur haldið áfram að líta vel út og verið öruggur með sjálfan þig með því að hugsa vel um húðina.

Húðrútína sem inniheldur öldrunarkrem og augnkrem mun hjálpa þér að berjast gegn hrukkum og öðrum ummerki öldrunar. Þannig geturðu haldið þeirri færni og þekkingu sem þú hefur öðlast í gegnum árin án þess að þurfa að þjást af hrukkum og fínum línum.

Fáðu ávinninginn af báðum vörum í Ultimate Anti-Aging rútínu okkar. Hún inniheldur

  • Revitalizing Anti-Aging Cream - búið til með DMAE, MSM og hýalúrónsýru til að herða andlitsvöðva, draga úr hrukkum og slétta út fínar línur.

  • Restoring Eye Cream - stuðlar að aukinni blóðrás til að minnka dökka bauga og þrota á sama tíma og sléttir burt krákufætur og aðrar línur í kringum augun.

Sjálfsumhirða er ekki hégómafull, það er gáfulegt

Ekki rugla saman snjallri húðrútínu við Hollywood eltingaleikinn við æskuna. Rétt eins og að hreyfa sig reglulega og borða rétt, þá snýst það að fylgja góðri húðumhirðu og snyrtingu til að líta vel út og líða sem best allt sitt lífi.

Ef þú þarft smá boost í sjálfstraustið - eða þú vilt bara vera viss um að þú sýnir alltaf þína bestu hliðar, settu þá húðumhirðu og almenna snyrtingu í forgang. Vertu viss um að þú sért að nota hágæða vörur sem innihalda ekki hugsanlega skaðleg efni. Og stattu við það.

Með því að nota húðvörur þínar reglulega færðu langtíma sjálfstraust sem eykur árangur og hamingju.


Skilja eftir athugasemd


Vinsamlegast athugið að athugasemdir fara í gegnum samþykktarferli áður en þær birtast á síðunni.