Hvernig þú nærð besta rakstrinum með Supply SE ravélinni


Herravörur - Hvernig þú nærð besta rakstrinum með Supply SE ravélinni

Fyrst er þetta í fréttum!

Þú getur fengið 15% afslátt af Healing Post shave frá Supply
Smelltu bara hérna til að virkja afsláttinn.
(Afslátturinn bætist sjálfkrafa sjálfkrafa í körfunni) 

Núna getur þú lesið áfram...

Það tók áður smá tíma að læra á öryggisrakvélar, en ekki lengur.

Single Edge SE rakvélin frá Supply einfaldar raksturinn til muna. Hún er eins auðvelt í notkun og venjulega fjölblaða skafan þín og gefur þér frábæran rakstur með einu frábæru blaði. Nickstop™ tæknin frá Supply verndar húðina á meðan 16 nákvæmnisuggar lyfta og leiða hárið að blaðinu.

Þetta er fyrsta öryggisrakvélin sem er í raun örugg.

Byrjum á að koma þér af stað með nokkrum fljótlegum ráðum sem hjálpa þér að fá sem mest út úr nýju rakvélinni þinni.

Herravörur - Hvernig þú nærð besta rakstrinum með Single Edge SE rakvélinni

 

Ráð #1: Kortleggðu skeggvöxtinn þinn

Skegg hvers manns er einstakt og skeggkort hvers manns er það líka. Þess vegna er mikilvægt að skilja þitt ákveðna skeggmynstur áður en þú rakar þig. Fyrir nákvæmar leiðbeiningar um hvernig á að kortleggja skeggvöxtinn þinn getur þú skoðað þetta blogg  <===.

Hvers vegna er mikilvægt að kortleggja skeggvöxtinn?
Það eru þrjár leiðir til að raka þig: með hárvextinum, á móti hárvextinum eða þvert yfir hárvöxtinn. Hver og einn leið hefur ávinning, allt eftir þínu skeggi og húðgerð.

Það er best að byrja að raka sig með hárvextinum til að forðast ertingu og skurði. Ef þú þarft að raka þig betur eftir fyrstu umferð, skaltu bera aftur á raksápu og raka þvert yfir hárvöxtinn eða í 90 gráðu horni frá hárvextinum. Þarftu enn þéttari rakstur? Berðu þá aftur á þig raksápu og rakaðu núna þvert yfir hárvöxtinn nema úr gagnstæðri átt við síðustu umferð.

Sumir geta rakað sig á móti hárvextinum, en við mælum ekki með því ef þú ert með viðkvæma húð.

Hvað ef þú þarf að raka eitthvað annað en skeggið ? Við getum hjálpað með það líka. Það er jafn gagnlegt að kortleggja hárvöxt svæðisins sem þú ætlar að raka til að fá sem þéttastan rakstur.

Ráð #2: Undirbúðu húðina þína

Hér er stutt yfirlit yfir hvernig á að undirbúa húðina rétt fyrir raksturinn:

Til að ná sem bestum árangri skaltu raka þig eftir heita sturtu. Ef þú getur ekki gert það þá skaltu bleyta skeggið, fæturna, höfuðið eða hálsinn með heitu vatni með handklæði í eina eða tvær mínútur. Þetta mýkir hárin og undirbýr svitaholurnar fyrir þægilegan og þéttan rakstur.

Notaðu froðu með hágæða náttúrulegum hráefnum (eins og Ultra Shave frá Supply). Raksturgel eða froða í áldós inniheldur alkóhól, drifefni og tilbúið efni sem þurrka húðina og gera nákvæmlega hið gagnstæða við að vernda hana.

Herravörur - Hvernig þú nærð besta rakstrinum með Supply Single Edge Ravélinni

Ráð  #3: Notaðu beitt blað.

Ef þú ert að hlaða nýju blaði í ravkélina þá skaltu ganga úr skugga um að þú gerir það rétt. Skemmt blað mun valda skemmdum og toga í húðina.

SE-inn þinn kemur forhlaðinn með rauðu „sýningar“ blaði. Það er til staðar til að tryggja að þú hlaðir fyrsta alvöru blaðinu þínu rétt.

Til að hlaða nýju blaðinu skaltu setja lykilinn í raufina hægra megin á höfuð rakvélarinnar. Dragðu til baka á rennibrautinni til að taka upp blað. Ýttu því áfram og *smell*. Nýtt blað er hlaðið og SE er tilbúin til notkunar.

Ef þú hefur þegar rakað þig nokkrum sinnum og þú tekur eftir því að blaðið togar í húðina þá er hugsanlegt að skurðbrúnin sé skemmd. Hladdu glænýju blað og það ætti að laga vandamálið.


Ráð #4: Finndu rétta hornið

Við vitum að það gæti hljómað undarlega að segja að þú þurfir að finna besta hornið fyrir SE-ið þitt, sérstaklega ef þú hefur rakað þig allt þitt líf. En það munar öllu að nota rétta hornið.

Ekki hafa áhyggjur því Supply hefur gert þetta auðvelt.

Besta hornið fyrir blaðið á móti húðinni er 10-15 gráður.

Herravörur - Hvernig þú nærð besta rakstrinum með Supply SE ravélinni

Og með SE er ótrúlega auðvelt að vita hvort þú hafir fundið hið fullkomna horn.

  1. Það er Supply Logo á hausnum á SE vélinni
  2. Settu lógóið flatt við kinnina þína.
  3. Taktu nokkrar stuttar og léttar strokur niður á við.
  4. Ef þú sérð för eftir uggana á rakvélinni í raksturs kreminu þínu, þá er hornið rangt. Byrjaðu að snúa handfanginu hægt niður þar til þú sérð að rakvélin byrjar að raka hárin og skafa raksturs kremið alveg í burtu.


Þegar þú hefur fundið fullkomna staðinn þá skaltu gæta þess að halda þessu horni rakvélarinnar í kringum beygjurnar og útlínur líkamanns. Það gæti þurft nokkra rakstra til að þjálfa vöðvaminnið þitt, en það verður eins og drekka vatn á skömmum tíma.

Ráð #5: Enginn þrýstingur

SE rakvélin þín er byggð eins og skriðdreki og vegur 92 grömm. Það er 4X þyngd rakvélar sem þú finnur í apótekinu.

Svo láttu þyngdina gera allt fyrir þig. Eftir að þú hefur fundið hið fullkomna horn skaltu hreyfa höndina í stuttum strokum og finna hvernig hún skefur varlega í burtu hárin af húðinni.

Ráð #6: Hægar og mjúklegar strokur

Þú myndir ekki fara með skriðdreka í rallý. Svo, ekki reyna að setja raksturs tímamet með SE rakvélinni þinni, að minnsta kosti ekki til að byrja með.

Taktu hægar, nákvæmar og stuttar strokur í nokkur af fyrstu skiptunum þínum. Uggarnir munu virka eins og eins konar „púði“ fyrir húðinna þína. Þeir munu vernda andlitið á meðan þeir lyfta og leiða hárim að blaðinu.

Ráð #7: Haltu áfram að gera tilraunir

Þetta er rakvélin þín. Þetta er andlit þitt. Finndu út hvað virkar fyrir þig. Og síðast en ekki síst, hafðu gaman að því!

Ef þú ert enn ekki að ná tökum á þessu eða hefur einhverjar spurningar skaltu ekki hika við að senda okkur tölvupóst á adstod@herravorur.is


Skilja eftir athugasemd


Vinsamlegast athugið að athugasemdir fara í gegnum samþykktarferli áður en þær birtast á síðunni.