Hvernig kortleggur þú skeggvöxtinn?


Þegar þú ákveður fyrst að byrja að raka þig með eins blaða vél þá getur það verið ótrúlega ógnvekjandi. Hvar á ég að byrja? Einn besti staðurinn til að byrja er að kortleggja skeggvöxtinn. Hugsaðu um þetta eins og vegakort sem rekur stefnu allra andlitshára.

Herravörur - Kortleggðu skeggvöxtinn þinn

Áður en við förum inn í hvernig, skulum við útskýra hvers vegna. Í raksturssamfélaginu eru þrjú hugtök sem eru oft notuð í tengslum við frábæran rakstur: rakstur með skeggvexti, rakstur á móti skeggvexti og rakstur þvert yfir skeggvöxtinn.

Að raka með skeggvexti er að færa rakvélina í sömu átt og náttúrulegur vöxtur skeggsins liggur. Kosturinn við að raka sig með skeggvöxtinum er að lágmarka líkur á raksturssárum eða húðertingu. Stundum gefur rakstur með skeggvexti þér ekki eins þéttann og frískandi rakstur eins og þú hafðir séð fyrir þér. Þá þarf að fara yfir í rakstur á móti eða þvert á skeggvöxtinn til að ná en þéttari rakstri.


Þegar þú rakar þig á móti vextinum verður þú að gæta varúðar og ekki ofgera það. Rakstur á móti vextinum dregur hárið upp og í burtu frá húðinni, sem veldur aukinni hættu á að rakstursbruna og inngrónum hárum. Af þessum sökum mælum við með að forðast að raka sig á móti skeggvextinum eins og mögulegt er.

Þess í stað mælum við með því að raka þig þvert yfir skeggvöxtinn-- þetta gerir þú með því að raka hornrétt á skeggvöxtinn. Þetta þýðir að taka láréttar strokur í stað lóðrétts. Þessi rakstursaðferð færir þér þéttari rakstur en að fara með hárvextinum, en mun ekki vera eins gróf við húðina og rakstur gegn hárvextinum. Farðu þó alltaf fyrstu umferðina með hárvextinum.

Herravörur - Hvernig kortleggur þú skeggvöxtinn?
Nú þegar við vitum hvers vegna, þá skulum við tala um hvernig. Það er best að hafa að minnsta kosti 2-3 daga skeggvöxt á sínum stað áður en þú byrjar að kortleggja skeggvöxtinn þinn. Ef skeggið er of stutt þá er erfitt að finna vaxtarstefnuna og þú munt líklega gefa þér rangar forsendur. Of langt og þá geta náttúrulegir skeggsveipir leynt raunverulegri stefnu skeggvaxtarins.

Þegar þú hefur náð réttri skegglengd skaltu líta í spegilinn á mismunandi svæði skeggsins: sérstaklega háls, höku, vinstri kinn, hægri kinn og undir nefinu. Taktu eftir í hvaða átt skegghárin vaxa á hverju þessara svæða. Til að staðfesta skaltu grípa nafnspjald, kreditkort eða strjúka með fingurgóminum létt yfir hvern hluta skeggsins. Þegar þú strýkur með skeggvextinum munt þér líða eins og þú sért bara að greiða það niður aftur á sinn stað.En þegar þú strýkur á móti skeggvextinum þá líður þér eins og þú sért að toga í hársekkina. Annað er mjúkt og hitt ekki.
Herravörur - Hvernig kortleggur þú skeggvöxtinn?
Með betri skilning á skeggvexti þínum er kominn tími fyrir góðan rakstur. Þegar þú ert búinn að bera á þig alvöru raksturssápu, skaltu muna stefnu skeggvaxtarins á hverju svæði andlitsins og raka þig með vextinum. Ef þér finnst þú þurfir að fara aðra umferð, þá skaltu bera aftur á þig raksturssápu og fara aftur með hárvextinum - snúðu og breyttu stefnunni sem þú ert að raka til að fylgja einstaka skeggkortinu þínu fyrir hvert svæði. Ef þú hefur ekki náð þeirri nálægð sem þú vilt eftir tvær umferðir með skeggvextinum þá gætirðu viljað fara þriðju umferðina þvert á skeggvöxtinn. 

Að raka í samræmi við hárvöxt þinn mun ekki aðeins hjálpa þér að ná þeim þétta rakstri sem þig hefur dreymt um, heldur einnig forðast óæskilega ertingu. 
Gangi þér vel og góða skemmtun

Skilja eftir athugasemd


Vinsamlegast athugið að athugasemdir fara í gegnum samþykktarferli áður en þær birtast á síðunni.