Sannleikurinn um Anti Aging vörur fyrir karla


Herravörur - Sannleikurinn um Anti Aging vörur fyrir karla

Nokkrar hrukkur geta gefið karakter (það virkar fyrir Brad Pitt og George Clooney), en þú ættir ekki að keppast við að skreyta andlit þitt með krákufótum, hrukkum og fínum línum. Þú stoppaðir kannski við orðið "Krákufótum" þetta eru fínu línurnar við augun sem líta pínu lítið út eins og krákufætur.

En höldum áfram...
Besta leiðin til að koma í veg fyrir leðurkennd andlit er góð vörn. Þetta þýðir að vernda þig fyrir sólinni og hafa vandaða daglega húðumhirðu rútínu sem felur í sér þvott og rakagjafa.

En þegar þú eldist, þá er raunveruleikinn sá að þú þarft aðeins meira en venjulega húðumhirðu. Sá raunveruleiki kallar á vörur gegn öldrun. En sumar vörur lofa öllu fögru ásamt nokkrum hvítum lygum þegar staðreyndin er sú að ekkert, fyrir utan skurðaðgerð mun varanlega fjarlægja hrukkur og fínar línur.

Þrátt fyrir það þá geta hágæða vörur með réttum innihaldsefnum dregið úr útliti fínna lína og koma jafnvel í veg fyrir að nýjar hrukkur komi fram. Hérna fyrir neðan getur þú frætt þig frekar um sannleikann um vörur gegn öldrun húðarinar. Þannig færðu vald til að taka snjallar ákvarðanir um hvernig þú getur hugsað sem best um þína húð.

Karlar og öldrun

Karlmenn byrja venjulega að hafa áhyggjur af línum, hrukkum og krákufótum á tveimur mismunandi tímabilum í sínu lífi:

 • Rúmlega tvítugt - fyrri hluta þrítugs: Þú ert loksins farin að finna þig í heiminum. En þegar þú horfir í spegil, þá sérðu að djamm árin og fjörið úti í sólinni allan daginn eru farin að valda því að andlit þitt sýnir snemma merki um öldrun.

 • Rúmlega fertugt - fyrri hluta fimmtugs: Þú hefur náð persónulegum og faglegum árangri. En þú lítur út fyrir að vera 10 árum eldri en þér finnst þú vera. Og nú sérðu yngri krakkar sem sækja í stöðuna þína í vinnunni. Þú þarft að halda þér ungum og nógu orkumikillum til að standa upp úr í hinum erfiða viðskiptaheimi - og í þínu persónulegu lífi.


Hvað veldur því að fínar línur byrja að birtast seint um tvítugt og þrítugs aldrinum? Á þessu stigi lífs þíns byrja frumurnar þínar að draga úr framleiðslu kollagen (uppbyggingarprótein húðarinnar), sem veldur því að húðin þín virðist þynnri og lausari. Því minna kollagen sem húðin þín hefur, því minna vatn getur hún haldið. Það leiðir til burðarbrotanna sem við köllum hrukkum og fínar línur.

Því miður er engin leið til að stöðva þetta algjörlega. En þú getur tekið snjallar lífsstíls ákvarðanir sem koma í veg fyrir snemmbúin ummerki öldrunar á húðina. Hér eru algeng mistök sem gott er að forðast:

 • Reykingar
 • Fá ekki nægan svefn
 • Vera ekki með húðumhirðu rútínu
 • Að eyða tíma í sólinni án þess að nota sólarvörn

Það er líka húðumhirðu ávinningur að vera karlmaður. Húð karla er náttúrulega þykk með sterka undirliggjandi uppbyggingu. Það þýðir að öldrunin kemur hægar og hægt er að meðhöndla áralanga vanrækslu, jafnvel þótt þú byrjir að gera það aðeins seinna en þú hefðir átt að gera.

Anti Aging vörur gegn öldrun húðarinar

Það eru alltaf að koma út nýjar Anti Aging vörur. Í hreinskilni sagt þá virka flestar af þessum vörum ekki eins og þær eru auglýstar. Sumar eru framleiddar með hugsanlega hættulegum fjöldaframleiddum gerviefnum, af fyrirtækjum sem hafa meiri áhuga á að græða peninga en hvað kann að gerast með húðina þína.

Vörurnar sem Herravörur selur eins og til dæmis vörurnar frá Brickell, voru þróaðar af stofnendum Brickell þeim Josh og Matt því þeir fundu engar vandaðar náttúrulegar og lífrænar vörur sem myndu hjálpa til við að koma í veg fyrir hrukkum og önnur húðvandamál. Þannig byrjaði Brickell og það hefur verið  þeirra aðalsmerki síðan að bjóða upp á hreinar gæða vörur án þess að fórna hreinleika fyrir hagnað. Hér eru nokkur þeirra innihaldsefna sem Brickell notar  í Anti Aging vörurnar sínar og hvers vegna:

Herravörur - Brickell Anti aging vörur

 • Retínól (A-vítamín): Rannsóknir hafa sínt framá að retínól dregur úr hrukkum. Því miður hefur það líka tilhneigingu til að þurrka upp og erta húðina - sem kaldhæðnislega veldur hrukkum. Það eru margar mismunandi gerðir af retínóli í boði, allt frá mjög mildu og til útgáfu með lyfseðilsskyldum styrk. Brickell vilja frekar náttúrulega rútínu, svo þau nota aloe vera í staðinn - sem inniheldur hollan skammt af retínóli - sem er grunninn í mörgum af húðvörunum frá þeim og einnig Anti Aging vörunum þeirra.

 • DMAE (Dimethylethanolamine): Þetta öfluga náttúrulega innihaldsefni hjálpar til við að koma í veg fyrir og leiðrétta tap á teygjanleika húðarinnar. DMAE er undanfari asetýlkólíns, taugaboðefnis sem veldur því að vöðvarnir undir húðinni dragast saman og herpast. Hrukkur verða dýpri með rýrnun andlitsvöðva. Þannig DMAE kemur í veg fyrir að húðin verður slöpp með því að halda þessum vöðvum sterkum. Margir karlmenn sjá strax ábatan - stinnari, sléttari húð - eftir að hafa notað vöru með DMAE eins og Revitalizing Anti-Aging Cream frá Brickell

 • MSM (metýlsúlfónýlmetan): Næringarefni sem finnst í flestum vel þekktum ofurfæðum (þar á meðal spínati og grænkáli), MSM smýgur djúpt inn í húðina til að mýkja áferð hennar og bæta mýkt. Það gerir líka húðfrumumunum þínum möguleika á að draga meira í sig. Það þýðir að þú munt fá aukinn ávinning af öðrum húðvörum, þar sem innihaldsefni þeirra munu  gefa raka og næringu til húðfrumanna þinna á skilvirkari hátt. Rannsóknir hafa sýnt að MSM kemur jafnvægi á húðlit og dregur úr óreglulegum litarefnum sem valda eldra og ójöfnu útliti. Það er lykilefni í Restoring Eye Cream frá Brickell.

 • Hyaluronic Acid: Við erum enn að leita að Fountain of Youth, en þetta kemur nokkuð nálægt. Hýalúrónsýra er gellík, vatnsheld sameind sem heldur yfir 1.000 sinnum þyngd sinni í vatni. Þegar kemur að vörum gegn öldrun er þetta hið fullkomna rakakrem. Jafnvel þó að húðin þín innihaldi þessa sameind, þá lækkar magn hennar eftir því sem þú eldist. Til að auka raka og berjast gegn hrukkum geturðu fengið öflugan skammt af hýalúrónsýru í Reviving Day Seruminu frá Brickell

Þín stefna gegn öldrun húðarinar

Þegar þú veist hvað veldur öldrunareinkunum og hvaða innihaldsefni hjálpa til við að berjast gegn þeim, getur þú búið til árangursríka rútínu til að koma í veg fyrir og jafnvel snúa við öldrunareinkunum. Notaðu þessa auðveldu og stefnumótandi rútínu gegn öldrun til að sjá áberandi árangur. Þetta er áhrifaríkast þegar hún er notuð tvisvar á dag rétt eftir að þú hefur þvegið andlitið.

Herravörur - Þín anti aging rútína

 

 1. Serum: Hjálpaðu til við að auka kollagenframleiðslu og skila nauðsynlegum raka í dýpstu lög húðarinnar með þessu frábæra öldrunarsermi - Reviving Day Serum og Repairing Night Serum. Hvert þeirra er búið til með óblandaðri lausn af öflugum öldrunarhráefnum - þar á meðal hýalúrónsýru og C-vítamíni. Berið lítið magn á allt andlitið og leyfið því að þorna áður en haldið er áfram í næsta skref.

 2. Anti-Aging Cream: Anti-aging kremið frá Brickell nærir húðina þína og tryggir langvarandi raka. Það styðja einnig við náttúrulegar varnir húðarinnar til að koma í veg fyrir rakatap og skemmdir. Til að ná sem bestum árangri skaltu nota Resurfacing Anti-Aging kremið á morgnana og Revitalizing Anti-Aging kremið á kvöldin.

 3. Augnkrem: Húðin í kringum augun þín er sérstaklega viðkvæm. Hún er þunn, þannig að hrukkrnar myndast auðveldlega og þurfa lítið til að fá dökka bauga og þrota. Til að stuðla að réttri blóðrás og slétta út allar fínar línur skaltu nota Restoring Eye Creamið okkar á hverjum morgni og kvöldi.


Með þessari þekkingu og árangursmiðaðri stefnu getur þú varist öldrunareinkennum. Ekki vera hissa ef þú verður spurður hvernig þú hefur snúið klukkunni til baka. (Það er undir þér komið hvort þú vilt segja þeim sannleika eða ekki)


Skilja eftir athugasemd


Vinsamlegast athugið að athugasemdir fara í gegnum samþykktarferli áður en þær birtast á síðunni.