Henson AL13 Safety rakvélin bindur enda á ertingu og skurði í rakstri. Henson gerðu þessa rakvél til að gefa þér alveg nýja rakstursupplifun sem er ólík öllum öðrum. Þér mun líða ótrúlega vel í húðinni eftir notkun þessa rakvél.
Fyrir þau sem eru með þykkari hár þá er Henson AL13 Medium vélin frábær kostur. Medium útgáfan hefur aðeins meira af blaðinu aðgengilegu sem gefur henni kost á að ráða betur við þykkari og lengri hár.
Henson rakvélin er hönnuð þannig að rakvélarblaðið snerti húðina með besta skurðarhornið og með eins lítið af blaðinu beru og hægt er.
Framleiðendur Henson settu sér það það markmið að búa til framleiðsluferli sem skilaði þeim tilteknum lágmarks skekkjumörkum án þess að fórna hönnun.
Útkoman er ótrúlega öruggur rakstur sem dregur verulega úr ertingu.
Það er alveg hægt að sleppa við erting í húðinni.
Í stað þess að skera hárið undir húðinni, þá skér Henson AL13 hárið nákvæmlega við yfirborð húðarinar.
Keyptu einu sinni og notaðu að eilífu
Hönnuð úr sama AS9100 staðlaða hágæða álinu sem einnig er notað er í framleiðslu gervihnatta íhluta í aerospace verksmiðjum í Ontario í Canda gerir rakvélina einstaklega sterka og endirngargóða.
Youtube Reviews
Umhverfis áhrif
Horfðu til framtíðar.
Meira en 2 milljarðar einnota rakvéla og hausa af rakvélum fara í ruslið á hverju ári. Með Safety Rakvél notar þú rakvélarblöð sem hægt er að skila í endurvinnsluna.
Niðurstaðan
Við reiknum með að þessi rakvél verði án vandræða, rakar umtalsvert betur og kostar tölvert minna en það sem þú notar í dag til lengri tíma. Bæði strákar og stelpur. Punktur.
Leiðbeiningar
Ef rakvélin er notuð rétt þá eru Henson rakvélarnar mjög öruggar í notkun.
Til að fá bestu Henson upplifunina þá mælum við með eftirfarandi:
Vertu viss um að handfangið sé alveg skrúfað í toppstykkið. Það er Tungsten hulsa inn í toppstykkinu þannig þú finnur þegar ekki er hægt að skrúfa lengra. Rakvélin er smíðuð með tiltekið svigrúm fyrir rakvélablaðið þannig ef topstykkið er ekki fest til fullst þá getur það leitt til óreglulegrar raksturs upplifunar.
Beittu aðeins vægum þrýsting á húðina. Henson rakvélin er hönnuð á þann máta að rakvélarblaðið snerti sem næst hársekkjunum, akkurat þar sem hann er við húðina. Það gæti komið þér á óvart hversu lítinn þrýsting þú þarft að beita til að fá góðan rakstur.
Margir notendur Henson rakvélana nota þær án raksturs krema eða gela. Við mælum klárlega með því að minnsta kosti bleyta andlitið. Ef þú vilt nota raksápu, rakgel eða olíur þá er það en betra. Hausinn á rakvélinni er með útgangsraufar til að hleypa vökva og öðru auðveldlega í gegn þegar þú skolar vélina með vatni.
Skolaðu, ekki banka. Þökk sé þessum útgangsrásum þarf aðeins að láta vatn renna á rakvélina eða dýfa í vatn til að losa í burtu raksápu og hár. Við mælum ekki með að banka rakvélinni í vaskinn eða baðkarið.
Við mælum með góðri tónlist og lokaðri hurð. Gríptu augnablikið og njóttu þess að eiga rólegan og ánægjulegan rakstur. Þú átt það skilið!
Viðhald á rakvélinni
Besta er að skola rakvélina vél undir rennandi vatni eftir hvern rakstur. Ekki er þörf á að taka hann alveg í sundur eftir raksturinn. Vertu viss um að geyma Henson rakvélina á þurrum stað. Við mælum ekki með að geyma hana í sturtunni.
Skiptu um blað eftir 3-5 rakstra og þegar þú skrúfar hana í sundur þá mælum við með að taka létt þrif á henni. Þú getur notað mjúkan tannbursta og vatn, sápu eða milt hreinsi efni ef þú vilt. Þurkkaðu hana og settu á nýtt rakvélablað.