Hinn fullkomni rakstur


Hinn fullkomni rakstur

Herra vörur - Hin fullkomni rakstur

Fyrir marga karlmenn er hinn fullkomni rakstur eitthvað sem er næstum vonlaust að ná. Hvort sem þú ert með myndalegt skegg og snyrtir aðeins í kringum það eða þú ert stríðsmaður skrifstofunar og rakar þig á hverjum degi þá er rakstur verkefni sem allir menn deila. Sumir karlmenn elska að raka sig á meðan stór hluti karlmanna hata það verkefni. Okkur finnst að karlmenn ættu að geta notið þess að raka sig og með þessum leiðbeiningum er það hægt.
Sem betur fer þá þarf aðeins smávægilegar breytingar á raksturs rútínunni þinni svo að þú náir hinum fullkomna rakstri.

1. Breyttu um raksápu

Gæða raksturskrem eða raksápa geta skipt sköpum fyrir þægilegan og þéttan rakstur eða þeim rakstri sem þú forðast. Margar af vörunum sem þú færð í apótekinu eða matvöruversluninni eru oft full af ódýrum geviefnum til að búa til froðu (í raun bara loft). Þetta býr í raun bara til varnarhjúp úr lofti milli andlitsins og rakvélarinar og býður því ekki upp á eins mjúkan rakstur og þú bjóst við.
Þó svo froðan virðist vera þykk og freyðandi þá er hún í raun ekki svo þétt. Gæða raksturskrem veitir þér miklu þykkara varnarlag til að draga úr raksturs bruna og erting.

Gæða raksápa ætti að innihalda mikið magn af hágæða náttúrulegum og lífrænum hráefnum. Það er sama ástæðan fyrir þessu og afhverju náttúrulegur og lífrænt matur er betri fyrir líkaman þinn, líkamanum er ætlaður náttúrulegar vörur. Andlitið á þér var ekki gert til að takast á við gerviefni. Eina ástæðan fyrir því að þau voru búin til var til að finna ódýrari leið fyrir framleiðendur og skapa meiri gróða. Framleiðendur auglýsa svo þessi hráefni sem eitthvað sem á að hjálpa en í raun eru þau ekki að gera það. Besta raksturskremið ætti að láta þér líða þannig að húðin sé full af raka og vel nærð í stað þess að vera þurr og allar nátúrulegar olíur fjarlægðar.

2. Náðu þér í alvöru rakvél

Veldu þér vopn við hæfi. Hér færðu snögga upptalningu á þremur missmunandi tegundum af rakvélarblöðum sem karlmenn geta notað í raksturinn ásamt smá ráðum fyrir hverja tegund.

Rakhnífur: Stundum kallað "Cut Throat Razor" sem voru vinsælar rakvélar á 1700 og 1800 og hafa verið að koma aftur á markaðinn. Hann bíður upp á besta raksturinn en krefst mikils tíma og hæfileika í notkun. Blöðin endast að eilífu en þau þarf að brýna reglulega.

Safety rakvél:  Er val margra karlmanna vegna hversu þéttan og mjúkan rakstur fæst með henni. Þetta er mest notaða rakvélin í heiminum í dag fyrir þá sem vilja alvöru rakstur.

Cartride (einnota/útskiptanleg) rakvél: Einnota og útskiptanlegar rakvélar bjóða upp á einfaldleika og þægindi fyrir raksturinn. Því miður þrátt fyrir auglýsingar um annað þá veita þær ekki mjög þéttan rakstur og valda oft ertingu. Sökum þess að skipta þarf reglulega um rakvél eru þær einnig oftast mun dýrari kostur yfir lengri tíma þegar borið er saman við hinar tegundirnar. Eins augljóst og það ætti að vera þá áttu aldrei að nota bitlausa rakvél. Ef þú ert að nota útskiptanlega rakvél ættir þú að skipta henni út eftir fjórðu eða fimmtu notkun. 

3. Undirbúningur raksturs

Reyndu að forðast að raksturs sé það fyrsta sem þú gerir á morgnana. Afhverju? Því þegar þú sefur þá bólgnar andlitið aðeins upp sem veldur því að hárin dragast tilbaka í hársekkina. Gefðu andlitinu smá tíma til að draga úr þessari bólgu og um leið gefa skegghárunum tækifæri til að vera að fullu afhjúpuð sem mun gefa þér árangursríkari rakstur.

Hitaðu upp andlitið annað hvort með heitri sturtu eða með því að láta heitt vatn leika um andlitið. Sturta er besti kosturinn þar sem heita vatnið og gufan mun mýkja hárin og opna hársekkina betur. 

Hreinsaðu andlitið vandlega og skrúbbaðu það með góðum andlitsskrúbb. Þó að andlitsskrúbbur hljómar kannski kvennlega þá þýðir þetta bara að fjarlægja alla drullu, olíu og dauðar húðfrumu af andlitinu. Að hreinsa og skrúbba hjálpar að draga hárin meira upp á yfirborðið og fjarlægja dauðar húðfrumum sem þýðir minni núning fyrir rakvélina og betri rakstur.

4. Raksturinn

Ef þú notar raksturskrem þá skaltu bera það á andlitið og reyndu að vinna það inn í húðina. Láttu svo standa í 1-2 mínútur áður en þú byrjar raksturinn.

Ef þú vilt frekar nota raksápu þá er gott að notast við raksturskál, láta heitt vatn renna í hana til að hita hana upp og svo vinna sápuna í skálinni. Þá færðu meiri hita fyrir húðina sem hjálpar. Berðu svo sápuna á andlitið með rakbursta á og reyndu að nudda með hringlaga hreyfingum. lefyðu þessu svo standa í 1-2 mínútur áður en þú byrjar raksturinn.

Þetta eru mikilvæg skref sem gefur náttúrulegu hráefnunum tækifæri til að renna inn í húðina og undirbúa andlitið fyrir raksturinn sem er í vændum.

Rakaðu með hárvextinum. Þegar þú rakar á móti hárvextinu þá rennur rakvélar blaðið eftir húðinni og togar skegghárinn harkalega upp frá andlitinu.

Rakstur á að gerast í stuttum og hækum strokum sem kemur í veg fyrir að þú rífur snökklega hárinn upp með hraðari og lengri stokum. Skolaðu blaðið með heitu vatni eftir þriðju eða fjórðu stroku og hreinsaðu hár og húðflögur af henni til að fá sem þéttastan rakstur

5. Seinni raksturinn

Ef þú þarft á seinni rakstri að halda þá skaltu fyrst bera á þig smá af andlits rakakrem áður en þú rakar þig aftur. Með þessu móti kemur þú í veg fyrir óþarfa raksturs ertingu og þurrk í húðinni.

Bleyttu andlitið aftur og berðu aftur á þig raksturskremið og leyfðu því að standa á húðinni í mínótu áður en þú byrjar að raka þig. Svo aftur eins og áður að raka með hárvextinum. Ef þetta dugar þér ekki og þú ert fastur í að vilja gefa blóð og eiga á hættu á inngrónum hárum, berðu þá meira raksturskrem og rakaðu mjúklega og varlega á móti hárvextinum.

6. Eftir raksturinn:

Klappaðu andlitinu með handklæði og þurrkaðu húðina. Athugaðu eftir einhverjum erting og roða.

Besta aftershave-ið er úr kremgrunni. Ekki nota vörumerki með menthol, "cooling effect" eða alkóhóli. Þér kann að líða vel af því en þetta eyðirleggur húðina þína og getur valdi ertingu, inngrónum hárum og bólum


Skilja eftir athugasemd


Vinsamlegast athugið að athugasemdir fara í gegnum samþykktarferli áður en þær birtast á síðunni.