Húðrútína Fyrir Karlmenn
Góð húð umhirða karlmanna ætti að vera fljótleg og einföld Það er engin þörf fyrir "five-step peels" eða mörgum lögum af kremum. Keyptu hágæða nátturulegar vörur og andlitið mun þakka þér fyrir það ( og konurnar í lífinu þínu munu líklega líka stelast í vörurnar þínar).
Eftirfarandi rútínur fyrir karlmennina ætti að framkvæma daglega og algengast að þetta sé gert um morguninn eftir að þú vaknar eða rétt áður en þú ferð að sofa. Það er auðvelt að fylgja þessu og þetta mun tryggja þér fallegra yfirbragð á húðinni.
Andlits rútína fyrir karlmenn
Húðhreinsir
Skvettu heitu vatni á andlitið á þér eða en betra að skella sér í góða sturtu til að opna svitaholurnar og hleypir óhreinindunum út.
Berðu ca. krónu stærð af men's face wash á andlitið á þér, mikið meira er bara sóun á peningunum sem þú ert búinn að vinna svo mikið fyrir. EKKI NOTA venjulega sápu því flestar eru með innihaldsefni sem eru of sterk fyrir andlitið.
Nuddaðu þessu mjúklega í 30 sekúndur með hringlaga hreyfingu. Reyndu að tosa ekki í húðina því þú vilt ekki vera hjálpa þyngdaraflinu og auka á nátturlegri myndun hrukka og fá lausa húð.
Skolaðu svo með köldu vatni því að það mun strekkja á húðinni, minnka svitaholurnar aftur og kemur því í veg fyrir að ný óhreinindi og fita komist þar inn.
Þerraðu andlitið mjúklega með hreinu handklæði, reyndu að forðast að nudda andlitið með handklæðinu því það mun líka auka líkur á hrukkum og lausri húð.
Forðastu að þrífa andlitið oftar en tvisvar á dag því það eykur líkurnar á að þurrka upp húðina.
Einnig er gott að nota men´s face scrub 1-2x á viku til að hreinsa húðina en betur. Skrúbburinn kemur í veg fyrir að dauðar húðfrumur stífli svitaholurnar sem gefur henni daufara yfirbragð. Forðist að nota þetta oftar en 2x í viku ef þú ert með þurra eða viðkvæma húð, því þetta getur þurrkað upp húðina meira ef það er notað of mikið.
Rakakrem
Gefðu húðinni góðan raka með men’s face moisturizer. Berðu ca krónu stærð af efni á allt andlitið. Byrjaðu með minna efni og bættu frekar í eftir þörfum. Að gefa andlitinu góðan raka sér til þess húðin lítur betur út, kemur í veg fyrir ummerki öldrunar, hrukkur og óþarfa fitu framleiðslu húðarinar og lætur þér almennt líða betur.
Ef þú ert að hafa áhyggjur af hrukkum á enninu eða broshrukkunum við augun, þá mun smávegis af anti-aging cream hjálpa til við að draga úr þeim og strekja á húðinni. Fyrir en betri árangur í að laga og bæta augnsvæðið er gott að nota eye cream for men. Það mun ekki bara mýkja hrukkur og línur í kringum augun heldur líka draga úr baugum og bólgum.
Ef þú ætlar að vera leika þér í sólinni í langan tíma (meira en 30 mínótur) þá er gott að nota krem með að minnsta kosti SPF20 sólarvörn til að koma í vegn fyrir skemmdir á húðinni. Til dæmis Daily Defense Face Moisturizer with SPF 20 for Men.
Líkams rútína fyrir karlmenn
Eins og með andlitið þá byrjar umhirða karlmannsinns með heitri sturtu sem opnar svitaholurnar og gerir auðveldara að ná óhreinindum og fitu úr þeim.
Sápustykki vs fljótandi hreinsar
Valið á milli sápustykki eða fljótandi sápu er bara smekksatriði hvers og eins. En ef þú ert með þurra húð ættir þú að prófa body wash frá Brickell því þau eru venjulega meira rakagefandi og innihalda meðal annars Vitamín E, oliviu olíu og Jojoba olíu sem gefa húðinni allt sem henni vantar.
Rakakrem fyrir líkamann
Flestir karlmenn eru ekki duglegir að nota rakakrem fyrir líkamann og það er í lagi því margir þeirra eru með nokkuð feita húð. Engu að síðu þá þurfa þeir sem eru með þurra húð eða parta sem eru mjög þurrir að nota rakakrem, þá er Deep Moisture Body Lotion for Men málið!. Berðu rakakremið strax á húðina eftir sturtuna og einbeittu þér að svæðunum sem húðin er þurrust ásamt olbogum, hnjám, öxlum, sköflungum og höndum.
Handkrem fyrir karlmenn
Hendur geta verið nokkuð sérstakur hluti líkams fyrir karlmenn þar sem margar starfsgreinar eða íþróttir krefjast mikils af höndunum. Því eru hendur karlmanna líklegar til að verða þurrar, rispaðast og opnast auðveldlega.
Handkremið frá Brickell ætti að gefa þér góðan raka án fitugrar tilfinningar.
Skilja eftir athugasemd